Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:29 Össuri var hreinlega brugðið þegar hann sá Bandaríkjaforseta í nótt, Biden hengdi haus, með opinn munn eins og maður sér stundum á gömlum mönnum á elliheimilum. vísir/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49