Fjármagn heldur áfram að streyma út úr hlutabréfasjóðum

Aukinn áhugi fjárfesta á hlutabréfasjóðum í kringum síðustu áramót reyndist skammlífur og fjármagn er aftur tekið að flæða út úr slíkum sjóðum samtímis erfiðu árferði á hlutabréfamarkaði. Fjárfestar seldu í verðbréfasjóðum, einkum þeim sem fjárfesta í skuldabréfum, fyrir samanlagt um fimmtán milljarða í liðnum mánuði.
Tengdar fréttir

Umfangsmikil hlutafjárútboð draga „töluvert máttinn“ úr markaðnum
Hlutabréfamarkaðurinn hérlendis hefur verið þungur á meðan flestir markaðir sem horft er til hafa hækkað töluvert. Sjóðstjórar og aðrir markaðsaðilar segja að hlutabréfaverð hérlendis sé almennt nokkuð hagstætt en mikið fjármagn hefur leitað í frumútboð sem hefur dregið kraft úr markaðnum. Viðmælendur Innherja eiga ekki von á því að markaðurinn taki við sér fyrr en verðbólga hjaðnar og stýrivextir fara að lækka.

Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“
Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld.