„Fíaskó næturinnar“ gæti kallað á nýjan frambjóðanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2024 13:18 Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum kappræðum hans og Donalds Trump í nótt. AP/Gerald Herbert Joe Biden Bandaríkjaforseti beið afhroð í forsetakappræðum hans og Donalds Trump í nótt, að mati stjórnmálaskýrenda. Þegar er farið að heyrast ákall um að Demókratar velji sér nýjan frambjóðanda, sem íslenskur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum telur ekki útilokað. Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Biden og Trump fóru um víðan völl í kappræðunum í nótt. Þeir tókust á um fóstureyðingar innflytjendamál. efnahagsmál og áttu í orðaskaki um forgjafir sínar í golfi, eins og sjá má í myndbandið AP-fréttaveitunnar hér fyrir neðan. Þá var Biden spurður út í viðbrögð sín við Covid faraldrinum og átti afar erfitt með að halda þræði í svari sínu. Hann klykkti út með því að segja að Demókratar hefðu loks unnið bug á Medicare, heilbrigðiskerfi sem þeir komu sjálfir á laggirnar. Hann er talinn hafa ruglast; ætlaði sennilega að segja Covid. Þennan hluta kappræðanna má horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan, einnig fengið frá AP. „Það er samdóma álit allra að Biden hafi dottið á andlitið í þessum kappræðum. Allavega til að byrja með, hann var mjög slakur í upphafi, hás, rámur og ekki einhvern veginn með það. En síðan virtist hann aðeins ná betri tökum eftir því sem leið á kappræðurnar. En á fyrstu mínútunum þegar lang, lang flestir eru að horfa, þá var hann alveg skelfilegur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi og áhugamaður um bandarísk stjórnmál. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og sérstakur áhugamaður um Bandarísk stjórnmál.Vísir/vilhelm Fannst þér Biden einhvern tímann ná góðu höggi á Trump? „Já, hann gerði það auðvitað þegar hann sagði að það stæði bara einn glæpamaður á sviðinu og það væri maðurinn sem stóð þarna á móti honum.“ Trump komst einmitt ítrekað upp með að ljúga að áhorfendum án þess að nokkur benti á það. Hann sagðist til dæmis aldrei hafa sofið hjá klámstjörnu, þrátt fyrir að hafa áður viðurkennt það og nýverið verið dæmdur fyrir að reyna að hylma yfir málið. Þau orðaskipti má sjá hér fyrir neðan í myndbandi AP. Friðjón segir Biden mögulega hafa tapað kosningunum með frammistöðu sinni en það komi betur í ljós á næstu dögum þegar niðurstöður kannana liggja fyrir. Biden hefur ekki tryggt sér tilnefningu flokks síns endanlega og þegar er farið að heyrast ákall um nýtt forsetaefni. „Ef að áhrifin af þessu fíaskói sem var í nótt voru svo mikil að þeir [demókratar] sjá enga leið til að vinna þau ríki sem þeir þurfa að vinna þá gæti það gerst, það eru ekki miklar líkur en það gæti gerst, að kerfið í flokknum, lykilpersónur í flokknum, leggist á Biden og segi: Nú er þetta komið gott,“ segir Friðjón. Sem mögulega arftaka nefnir Friðjón Kamölu Harris varaforseta, Gavin Newsom ríkisstjóra Kaliforníu og Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. „Í gegnum allt þetta ferli þá var svo augljóst að Biden er of gamall,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. 28. júní 2024 11:29
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent