Uppgjör og viðtöl: Valur - Þróttur 3-0 | Valskonur í bikarúrslit Kári Mímisson skrifar 29. júní 2024 14:50 Valskonur fagna eftir að Jasmín Erla Ingadóttir kom þeim í 2-0. vísir/anton Valur og Þróttur mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Svo fór að Valur vann sannfærandi 3-0 sigur og í leiðinni tryggði liðið sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Breiðablik bíður þeirra en Blikar tryggðu sig í úrslitin í gær með 2-1 sigri á Þór/KA eftir framlengdan leik. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom á sjöundu mínútu leiksins þegar Sæunn Björnsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið mark. Fanndís Friðriksdóttir átti þá sendingu frá vinstri fyrir markið sem ætluð var Amöndu Andradóttur en fór af Sæunni og þaðan í markið. Bæði lið skiptust á að sækja eftir þetta án þess þó að skapa sér nein alvöru tækifæri þar til undir lok hálfleiksins. María Eva Eyjólfsdóttir komst í gott færi sem Anna Björk Kristjánsdóttir bjargaði á marklínu en í stað þess að jafna leikinn skoruðu Valskonur stuttu seinna og tvöfölduðu forystu sína. Markið gerði Jasmín Erla Ingadóttir eftir góðan sendingu Amöndu Andradóttur. Jelena Tinna Kujundzic tókst að koma sér fyrir skot Jasmínar en boltinn barst aftur til hennar og tilraun númer tvö endaði í netinu. Staðan 2-0 í hálfleik fyrir heimakonur. Þróttur sótti meira í seinni hálfleik en átti í smá vandræðum á síðasta vallarþriðjungnum og tókst helst að ógna með skotum fyrir utan sem Fanney Inga Birkisdóttir var fullfær að sjá um. Þegar líða fór á leikinn fór Þrótturum að fjölga fram á við og við það opnaðist vörn þeirra. Á 80. mínútu leiksins skoraði Valur þriðja markið og svo gott sem tryggði sigurinn með því. Camryn Hartman tók á rás upp allan vinstri vænginn og endaði á því að taka skot sem Mollee Swift, markvörður Þróttar, varði í Maríu Evu Eyjólfsdóttur og þaðan fór boltinn í markið. Annað sjálfsmark Þróttar því staðreynd en fleiri urðu mörkin ekki og Valskonum tókst að hefna fyrir tapið í síðan í fyrra þegar Þróttur slóg þær úr leik. Liðið hefur átt góðu gengi að fagna í bikarnum þetta árið en Valur hefur enn ekki fengið á sig mark í keppninni og á sama tíma skorað sautján mörk. Atvik leiksins Markið hjá Jasmín sem gaf Val 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Þróttur hafði verið betri aðili leiksins fram að þessu og voru líklegar til að jafna rétt á undan en í staðinn fá þær mark í andlitið og það á versta tíma Stjörnur og skúrkar Amanda Andradóttir var frábær hjá Val í dag en hún er ansi mikilvæg fyrir sóknarleik liðsins. Leikmenn Þróttar fara væntanlega svekktir á koddann í kvöld eftir að hafa skorað tvö mörk í vitlaust net og í raun hefði það þriðja getað komið líka þegar Nadía Atladóttir var dæmd rangstæði. Boltinn var á leið í markið af Sæunni þegar Nadía sem var í rangstöðunni potaði honum í netið. Dómarinn Arnar Þór og hans menn dæmdu þennan leik með miklum sóma. Arnar búinn að vera góður á þessu tímabili og leikurinn í dag er enn ein rós í hnappagatið hjá honum. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf flott umgjörð hjá Valsörum enda vilja þeir meina að Hlíðarendi sé Mekka íslenskra hópíþrótta. Mætingin í stúkuna var fín og sérstaklega hjá gestunum sem létu vel í sér heyra. Það verður svo spennandi að sjá þann 16. ágúst hvernig mætingin verður þegar tvö af bestu liðum landsins mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Mjólkurbikar kvenna Valur Þróttur Reykjavík
Valur og Þróttur mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna í dag. Svo fór að Valur vann sannfærandi 3-0 sigur og í leiðinni tryggði liðið sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Breiðablik bíður þeirra en Blikar tryggðu sig í úrslitin í gær með 2-1 sigri á Þór/KA eftir framlengdan leik. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins en það kom á sjöundu mínútu leiksins þegar Sæunn Björnsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í sitt eigið mark. Fanndís Friðriksdóttir átti þá sendingu frá vinstri fyrir markið sem ætluð var Amöndu Andradóttur en fór af Sæunni og þaðan í markið. Bæði lið skiptust á að sækja eftir þetta án þess þó að skapa sér nein alvöru tækifæri þar til undir lok hálfleiksins. María Eva Eyjólfsdóttir komst í gott færi sem Anna Björk Kristjánsdóttir bjargaði á marklínu en í stað þess að jafna leikinn skoruðu Valskonur stuttu seinna og tvöfölduðu forystu sína. Markið gerði Jasmín Erla Ingadóttir eftir góðan sendingu Amöndu Andradóttur. Jelena Tinna Kujundzic tókst að koma sér fyrir skot Jasmínar en boltinn barst aftur til hennar og tilraun númer tvö endaði í netinu. Staðan 2-0 í hálfleik fyrir heimakonur. Þróttur sótti meira í seinni hálfleik en átti í smá vandræðum á síðasta vallarþriðjungnum og tókst helst að ógna með skotum fyrir utan sem Fanney Inga Birkisdóttir var fullfær að sjá um. Þegar líða fór á leikinn fór Þrótturum að fjölga fram á við og við það opnaðist vörn þeirra. Á 80. mínútu leiksins skoraði Valur þriðja markið og svo gott sem tryggði sigurinn með því. Camryn Hartman tók á rás upp allan vinstri vænginn og endaði á því að taka skot sem Mollee Swift, markvörður Þróttar, varði í Maríu Evu Eyjólfsdóttur og þaðan fór boltinn í markið. Annað sjálfsmark Þróttar því staðreynd en fleiri urðu mörkin ekki og Valskonum tókst að hefna fyrir tapið í síðan í fyrra þegar Þróttur slóg þær úr leik. Liðið hefur átt góðu gengi að fagna í bikarnum þetta árið en Valur hefur enn ekki fengið á sig mark í keppninni og á sama tíma skorað sautján mörk. Atvik leiksins Markið hjá Jasmín sem gaf Val 2-0 forystu þegar flautað var til hálfleiks. Þróttur hafði verið betri aðili leiksins fram að þessu og voru líklegar til að jafna rétt á undan en í staðinn fá þær mark í andlitið og það á versta tíma Stjörnur og skúrkar Amanda Andradóttir var frábær hjá Val í dag en hún er ansi mikilvæg fyrir sóknarleik liðsins. Leikmenn Þróttar fara væntanlega svekktir á koddann í kvöld eftir að hafa skorað tvö mörk í vitlaust net og í raun hefði það þriðja getað komið líka þegar Nadía Atladóttir var dæmd rangstæði. Boltinn var á leið í markið af Sæunni þegar Nadía sem var í rangstöðunni potaði honum í netið. Dómarinn Arnar Þór og hans menn dæmdu þennan leik með miklum sóma. Arnar búinn að vera góður á þessu tímabili og leikurinn í dag er enn ein rós í hnappagatið hjá honum. Stemmingin og umgjörð Það er alltaf flott umgjörð hjá Valsörum enda vilja þeir meina að Hlíðarendi sé Mekka íslenskra hópíþrótta. Mætingin í stúkuna var fín og sérstaklega hjá gestunum sem létu vel í sér heyra. Það verður svo spennandi að sjá þann 16. ágúst hvernig mætingin verður þegar tvö af bestu liðum landsins mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti