Verst fyrir fámennustu ríkin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2024 10:00 Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Væntanlega getum við verið sammála um það að hálfur þingmaður á Alþingi væri ekki beinlínis ávísun á áhrif þar á bæ. Hvað þá einungis 5% af þingmanni. Þetta er engu að síður sambærilegt við það vægi sem Ísland myndi hafa annars vegar á þingi Evrópusambandsins og hins vegar allajafna í ráðherraráði þess kæmi til inngöngu landsins í sambandið. Vægi ríkja innan þess fer enda fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Hér er einfaldlega byggt á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu. Þetta eru þær tvær af meginstofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa. Hvað framkvæmdastjórn þess varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna. Þeir eru einfaldlega embættismenn sambandsins. Varðandi forseta þingsins eru þeir ekki fulltrúar heimalanda sinna heldur einungis þingflokksins sem þeir tilheyra. Við töku ákvarðana í ráðherraráði Evrópusambandsins var einróma samþykki ríkjanna áður reglan en heyrir nú til undantekninga. Telja má nær á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem það á enn við um. Þar á meðal eru hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Þetta hefur eðlilega komið sér verst fyrir fámennustu ríki sambandsins og sömuleiðis sífellt meiri tenging á vægi ríkjanna við íbúafjölda þeirra. Vaxandi uppgangur öfgaflokka Hið prýðilegasta tilefni til þess að rifja upp þessi meginatriði gafst með grein Oles Antons Bieltvedts á Vísir.is í gær. Þar mótmælir hann þeim raunar hvorki né hrekur en kýs í rökþroti sínu þess í stað að reyna að bendla mig við öfgaflokka, sem illu heilli hefur vaxið ásmegin innan Evrópusambandsins á liðnum árum og ekki sízt í þingkosningum þess nýverið, fyrir þá sök eina að vilja ekki að Ísland gangi í sambandið. Hitt er annað mál að á meðal þess sem mér þykir einmitt varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins eru vaxandi áhrif öfgaflokka innan þess. Bæði í ríkjum og stofnunum þess og sem skilgreindir eru bæði til hægri og vinstri. Gjarnan er raunar lítill eða óljós munur þar á. Ole Anton virðist hins vegar hafa veitt þeim syndaaflausn hvað sig varðar þar sem þeir séu flestir orðnir sammála honum varðandi sambandið. Franski öfgaflokkurinn Rassemblement National með Marine Le Pen í broddi fylkingar varð stærsti flokkur Frakklands, annars fjölmennasta ríkis sambandsins, á þinginu og búizt við að hann verði einnig stærstur á franska þinginu í þingkosningunum sem hefjast á morgun. Staðan er ekki mikið gæfulegri í Þýzkalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, og hið sama er að segja um ófá önnur ríki innan sambandsins. Til verði evrópskt sambandsríki Margt fleira er að mínu áliti varhugavert varðandi þróun Evrópusambandsins en sáralítið og minnandi vægi fámennari ríkja þess og vaxandi uppgangur öfgaflokka innan sambandsins sem gerir ekki inngöngu í það eftirsóknarverðari í mínum augum. Hið sama á ekki síður til að mynda við um markmið samrunans innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til verði að lokum evrópskt sambandsríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var til dæmis lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Hver þróunin hefur verið innan Evrópusambandsins og hvert hún stefnir er eðli málsins samkvæmt lykilatriði þegar rætt er um sambandið og hvort rétt væri fyrir Ísland að verða hluti þess. Þá er ekki síður mikilvægt hver staða landsins yrði innan Evrópusambandsins þegar kæmi að því að hafa áhrif á ákvarðanir. Fyrir utan annað er vitanlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er einu sinni setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun