Íslenski boltinn

Sjáðu dramatíkina á Akra­nesi og hvernig FH og KA unnu sína leiki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
FH vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Breiðablik á heimavelli.
FH vann sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Breiðablik á heimavelli. vísir/diego

Níu mörk voru skoruð í seinni þremur leikjunum í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta.

ÍA vann dramatískan sigur á Val, 3-2, á Akranesi. Steinar Þorsteinsson skoraði sigurmark Skagamanna á lokamínútunni.

Jónatan Ingi Jónsson kom Valsmönnum yfir en Jón Gísli Eyland Gíslason jafnaði fyrir Skagamenn sem náðu svo forystunni með sjálfsmarki Bjarna Mark Antonssonar. Elfar Freyr Helgason jafnaði fyrir Val en Steinar skoraði svo sigurmark ÍA undir lokin.

Klippa: ÍA 3-2 Valur

FH sigraði Breiðablik, 1-0, í Kaplakrika. Ástbjörn Þórðarson skoraði eina mark leiksins þremur mínútum fyrir hálfleik. Þetta var annar sigur FH-inga í röð.

Klippa: FH 1-0 Breiðablik

Þá vann KA sinn annan leik í röð þegar liðið lagði HK að velli í Kórnum, 1-2. Bjarni Aðalsteinsson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA-manna sem eru komnir upp úr fallsæti. Arnþór Ari Atlason skoraði mark HK-inga.

Klippa: HK 1-2 KA

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

„Fannst við vera betri allan leikinn“

Böðvar Böðvarsson spilaði af stakri prýði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá FH þegar liðið fór með 1-0 sigur af hólmi gegn Breiðabliki í leik liðanna í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. 

„Við erum fullir sjálfstrausts“

Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins.

„Við börðumst eins og ljón“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×