Fótbolti

Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntan­lega inn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kieran Trippier er í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Slóvakíu.
Kieran Trippier er í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Slóvakíu. getty/Joe Prior

Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa.

Kálfameiðslin hafa truflað Trippier frá seinni hluta síðasta tímabils en þrátt fyrir það hefur hann byrjað alla þrjá leiki enska landsliðsins á EM.

Trippier er hins vegar tæpur fyrir leikinn gegn Slóvakíu í Gelsenkirchen á morgun og óvíst hvort hann geti spilað. Hann æfði ekki með enska liðinu í gær og í fyrradag.

Ef Trippier verður ekki klár fyrir Slóvakíuleikinn er búist við því að Ezri Konsa, leikmaður Aston Villa, komi inn í byrjunarlið Englands og leysi stöðu vinstri bakvarðar.

Þrátt fyrir að Luke Shaw, leikmaður Manchester United, hafi sagst vera klár í slaginn fyrir leikinn á morgun virðist raunin önnur og Gareth Southgate mun því þurfa að nota réttfættan mann í stöðu vinstri bakvarðar, eins og í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×