Innlent

Hjól­hýsi brann í Húsa­felli

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hjólhýsið átti íslensk fjölskylda sem var mætt í útilegu með vinum.
Hjólhýsið átti íslensk fjölskylda sem var mætt í útilegu með vinum. Aðsend

Slökkviliðið í Borgarnesi var kallað út á þriðja tímanum í nótt þegar eldur hafði kviknað í hjólhýsi á tjaldsvæðinu á Húsafelli.

Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsstjóri í Húsafelli segir engan hafa sakað í samtali við fréttastofu. Allir hafi komist út úr hjólhýsinu í tæka tíð. Fljótt hafi orðið mikill eldur sem síðan hafi borist í nærliggjandi bíl.

Tvö hýsi skemmdust að sögn Heiðars samhliða vegna geislunar. Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú eldsupptök, en þau eru enn ókunn. RÚV greindi fyrst frá brunanum.

Eldurinn dreifði hratt úr sér að sögn Heiðars. Aðsend

Heiðar vekur athygli á hinni svokölluðu fjögurra metra reglu á tjaldsvæðum. Samkvæmt henni á að gera ráð fyrir fjögurra metra bili milli húsbíla eða eftirvagna til að sporna gegn eldhættu.

„Þótt það sé sjarmerandi að búa til skjól með mörgum hýsum er sjarminn fljótur að fara ef kviknar í einu og áhrifin verða þannig að það kviknar líka í hinum. Sem, sem betur fer, gerðist ekki í þessu tilfelli,“ segir Heiðar. 

Bíllinn er gjöreyðilagður.Aðsend

Veistu meira um málið? Áttu myndir frá vettvangi? Sendu okkur myndir á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×