Úr samkeppni í einokun? Sigríður Margrét Oddsdóttir og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir skrifa 29. júní 2024 14:31 Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Margrét Oddsdóttir Anna Hrefna Ingimundardóttir Samkeppnismál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Íslendingar reiða sig á trausta vöruflutninga um sjó umfram flest önnur ríki. Í krafti skilvirkra og hagkvæmra sjóflutninga búa landsmenn við breitt vöruúrval og virka verðsamkeppni. Skilvirkir flutningar eru einnig lífæð íslenskra útflytjenda sem skapa þær gjaldeyristekjur sem gera okkur kleift að stunda innflutning. Það er því óneitanlega mikið hagsmunamál fyrir íslenskt atvinnulíf, og ekki síður almenning, að virk samkeppni ríki í vöruflutningum og þeirri hafnarþjónustu sem þeim fylgir. Án samkeppni hækkar verð og þjónusta versnar. Það vakti því athygli að niðurstaða skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Drewry, sem unnin var fyrir Faxaflóahafnir um þróun Sundahafnar til framtíðar, fæli í sér að horfið yrði frá núverandi fyrirkomulagi samkeppni yfir í einokunarrekstur. Faxaflóahafnir, sem eru sameignarfélag í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar, hafa metnað til þess að þróa starfsemi sína með það að yfirlýstu markmiði að; hámarka samkeppnishæfni og framleiðni gámastarfsemi við Sundahöfn, besta nýtingu opinbers fjármagns og lands ásamt því að skapa virði fyrir samfélagið og haghafa Faxaflóahafna. Þetta eru verðug markmið. Kjósi stjórn og stjórnendur Faxaflóahafna að ráðast í breytingar á hafnarstarfseminni er mikilvægt að þær þjóni þessum markmiðum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Portwise, sem unnin var fyrir Eimskip, myndi einokunarstarfsemi í hafnarþjónustu síst vera til þess fallin. Breytingar eiga aldrei að verða breytinganna vegna. Áður en ráðist er í umbyltingu á hafnarstarfsemi, sem leikur lykilhlutverk í íslensku samfélagi, þarf að vera hafið yfir allan vafa að breytingarnar þjóni tilgangi sínum og skili íslensku atvinnulífi og almenningi ávinningi í formi lægra verðs og betri þjónustu. Efast má verulega um að umbreyting starfseminnar úr samkeppni yfir í einokun skili slíkum ávinningi. Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsis og Anna Hrefna Ingimundarsdóttir er aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun