Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Árni Sæberg skrifar 29. júní 2024 14:43 Séra Aldís Rut er nýr prestur í Grafarvogsprestakalli. Þjóðkirkjan Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“ Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup Íslands hafi nýlega auglýst eftir presti til þjónustu við Grafarvogsprestakall í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Umsóknarfrestur hafi verið til miðnættis 11. júní. Sóknarmörk Grafarvogssóknar séu Elliðaár að vestan, Vesturlandsvegur að sunnan að borgarmörkum við Blikastaði. Í Grafarvogssókn sé ein sóknarkirkja, Grafarvogskirkja og Kirkjusel í Borgum í Spöng. Valnefnd hafi valið sr. Aldísi Rut Gísladóttur, prest í Hafnarfjarðarkirkju, til starfsins. Sr. Aldís Rut sé fædd á Sauðárkróki 5. febrúar 1989. Hún hafi verið alin upp í Glaumbæ í Skagafirði, yngst fjögurra systkina, en hún sé dóttir sr. Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum og Þuríðar Kristjönu Þorbergsdóttur, sjúkraliða. Prestur og yogakennari Hún hafi lokið mag. theol prófi frá Háskóla Íslands árið 2017 og útskrifast með ágætiseinkunn. Sama ár hafi hún lokið yogakennaranámi. Auk þess sé hún með diplómagráðu í sálgæslu sem og mastersgráðu í guðfræð. Hún hafi þar fléttað saman tvö áhugamál í meistararitgerðinni þar sem hún fjallaði um sálgæsluna og Gamla testamentið. Einnig hafi hún hafið nám í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf árið 2021. Hefur verið innan kirkjunnar frá blautu barnsbeini Sr. Aldís Rut hafi vígst í Hóladómkirkju árið 2019 sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík og starfað þar til ársins 2022, en þá hafi hún hafið störf við Hafnarfjarðarkirkju í afleysingum og verið fastráðin þar í febrúar 2023. Hún hafi unnið frá unga aldri innan kirkjunnar og samhliða háskólanámi í guðfræði hafi hún verið í kirkjustarfi. Sr. Aldís Rut er gift Ívari Björnssyni, bílasmið og eru þau búsett í Grafarvogi. Þau eiga þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku. Leggur áherslu á geðrækt og geðheilbrigði „Ég hef mikinn áhuga á helgihaldinu, sit í handbókarnefnd og legg mikla áherslu á að hafa helgihald fjölbreytt og málfar sem höfðar til allra. Ég hef einnig mikinn áhuga á starfi með foreldrum og ungum börnum þeirra, hef lengi verið með foreldramorgna og tel að það sé starf sem við getum eflt mjög mikið. Í nýrri fræðslustefnu þjóðkirkjunnar er mikið fjallað um geðrækt og geðheilbrigði og finnst mér frábært að við séum að leggja áherslu á það,“ er haft eftir sr. Aldísi Rut í tilkynningu. Hún segir vera til staðar einstakt tækifæri til að nálgast fólk á viðkvæmum, krefjandi, oft erfiðum en einnig gleðilegum tíma þegar fólk er með ung börn og hlúa ætti vel að þeim hópi. „Ég hef mikinn áhuga á fermingarstarfinu sem og barnastarfi og eins hef ég mikinn áhuga á sálgæslu, yoga og djúpslökun og hef leitt kyrrðardaga í Hafnarfjarðarkirkju ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur samskipta- og æskulýðsfulltrúa og hafa þeir dagar heppnast einstaklega vel og verið vel sóttir.“
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira