Sport

Þrettán ára Ís­lands­meistari í tennis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garima N. Kalugade (í miðjunni) hefur orðið Íslandsmeistari kvenna undanfarin tvö ár.
Garima N. Kalugade (í miðjunni) hefur orðið Íslandsmeistari kvenna undanfarin tvö ár. tennissamband íslands

Hin þrettán ára Garima N. Kalugade varð í dag Íslandsmeistari utanhúss í tennis annað árið í röð.

Í úrslitum í kvennaflokki mættust Garima, sem keppir undir merkjum Víkings, og Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. 

Garima hóf fyrsta sett af miklum krafti og vann fyrstu fimm leggina. Anna Soffía svaraði fyrir sig með sigri í sjötta legg en Garmia tókk þann sjöunda og tryggði sér öruggan sigur í fyrsta setti, 6-1. 

Hún hélt svo uppteknum hætti í næsta setti og hamraði járnið á meðan það var heitt. Vann alla leggi annars setts og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í tennis utanhúss annað árið í röð og það með miklum yfirburðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×