Fótbolti

Belgar biðjast af­sökunar á því að hafa hótað að sparka í Mbappé

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Amadou Onana þekkir það af eigin raun hversu sárt sköflungsspark er.
Amadou Onana þekkir það af eigin raun hversu sárt sköflungsspark er. Alex Caparros - UEFA/UEFA via Getty Images

Myndband af Amadou Onana hóta því að sparka í sköflunginn á Kylian Mbappé hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins. Fjölmiðlafulltrúi sambandsins segir þetta hafa verið gert í gríni en baðst afsökunar engu að síður.

Þjóðirnar, Belgía og Frakkland, mætast í 16-liða úrslitum Evrópumótsins á mánudag.

Í gær birtist myndband á samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins þar sem grínistinn Pablo Andres sönglaði „hver ætlar að sparka í sköflunginn á Mbappé?“, Onana svaraði því og söng „Onana, Amadou Onana!“.

Myndbandinu var ekki vel tekið af Frökkum og var fjarlægt skömmu eftir að það birtist. Netverjar eiga að sjálfsögðu afrit eins og sjá má hér að ofan. 

Við upphaf blaðamannafundar belgíska liðsins í morgun baðst fjölmiðlafulltrúi þeirra, Stefan van Loock, afsökunar á myndbandinu, sem hafi þó aldrei ætlað að vera tekið af alvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×