„Hann á að vera hér á Íslandi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2024 19:24 Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Vísir/Viktor Freyr Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan. Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira
Fjöldi fólks var samankominn hér á Austurvelli í dag til að sýna Yazan og fjölskyldu samstöðu. Búið er að ákveða að vísa þeim öllum úr landi. Yazan er ellefu ára og með Duchenne-vöðvarýrunarsjúkdóminn. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir ári en nú stendur til að vísa þeim úr landi til Spánar. Duchenne er ólæknandi og framsækinn. Smám saman rýrna allir meginvöðvar líkama Yazans. Þá slaknar verulega á hjartavöðvanum með tímanum. Á fundinum var þess krafist að fjölskyldan fengi að dvelja hér áfram. „Það er ómögulegt að útiloka að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann, ferðalagið til Spánar. En hitt er öllu alvarlegra, að það sem bíður hans á Spáni er ekkert,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og mótmælandi. Sveinn Rúnar Hauksson læknir var meðal gesta fundarins.Vísir/Viktor Freyr „Hann á að vera hér á Íslandi, hér er honum best borgið. Það er ekki nokkur spurning. Allt annað flækir málin bara mjög mikið,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne-samtakanna á Íslandi. Stefán Már Gunnlaugsson er formaður Duchenne-samtakanna á ÍslandiVísir/Viktor Freyr „Mannúðin er ekki dáin í íslensku samfélagi þótt stjórnvöld virðist vissulega vera á þeirri vegferð,“ segir María Lilja Þrastardóttir. María Lilja Þrastardóttir vill að Yazan fái að halda áfram að búa hér á landi.Vísir/Viktor Freyr „Ég er að mótmæla hegðun stjórnvalda. Eins og var sagt hérna í ræðu áðan, stjórnvöld sem haga sér eins og skítseiði og sýna ekki mennsku. Þá ber manni að standa upp og láta í sér heyra,“ segir Björn Þráinn. Yazan sjálfur gat ekki sótt fundinn en hann liggur inni á Barnaspítala hringsins. Hann fékk þó að sjá hversu margir sýndu honum stuðning í gegnum myndsímtal. Yazan notast við hjólastól vegna veikinda sinna. Foreldrar hans voru djúpt snortnir yfir stuðningnum en þau segja heim Yazans hafa hrunið þegar hann frétti að ákvörðunin um brottvísun væri endanleg. „Þessir dagar eru mjög erfiðir því ekkert hefur verið staðfest enn varðandi ákvörðun stjórnvalda. Moshen Tamimi er faðir Yasans.Vísir/Viktor Freyr Svo við vitum ekki hvort allur þessi stuðningur og afstaða íslensku þjóðarinnar muni breyta ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eða ekki svo við höfum enn áhyggjur,“ segir Moshen Tahimi, faðir Yazan.
Palestína Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Mál Yazans Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Sjá meira