Fótbolti

Sjáðu mörkin sem skiluðu Sviss á­fram í átta liða úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ruben Vargas var allt í öllu hjá Sviss.
Ruben Vargas var allt í öllu hjá Sviss. Stu Forster/Getty Images

Sviss komst nokkuð óvænt áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins þegar liðið lagði ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu 2-0 í dag. Mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan. 



Svisslendingar tóku forystuna á 37. mínútu þegar Ruben Vargas fann Remo Freuler í plássi inni í vítateig Ítala. Vargas gaf fasta sendingu sem skoppaði af löpp Freuler og upp í loft, hann skaut svo skoppandi boltanum í nærhornið og skoraði.

Stoðsendingagjafinn Ruben Vargas skoraði svo seinna mark Sviss á upphafsmínútu seinni hálfleiks. Ítalir andlega ómættir út úr búningsherbergjunum og gáfu Vargas mikið pláss og tíma til að athafna sig.

Ekkert tekið af Vargas engu að síðar, glæsilegt skot sem hann smurði í fjærhornið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×