Fótbolti

Mynd­efni af ofsa­veðrinu: Þrumur, eldingar, hagl­él og fossandi rigning á EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Danskir áhorfendur þurftu að flýja rigningarfoss sem dundi niður úr hripleku þakinu.
Danskir áhorfendur þurftu að flýja rigningarfoss sem dundi niður úr hripleku þakinu. (Photo by Alex Livesey/Getty Images)

Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn hófst aftur, tuttugu mínútum síðar eins og áður segir. Leikmenn yfirgáfu völlinn á meðan veðurofsanum stóð, áhorfendur reyndu hvað þeir gátu að komast í skjól og leituðu ofar í stúkuna sem fossaði úr.

Tuttugu mínútna töf en um tíma var óvíst hvort leikurinn gæti yfir höfuð haldið áfram. (Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images)
Áhorfendur reyndu með ýmsum leiðum að verja sig frá veðrinu.  (Alexander Hassenstein/Getty Images)
Sumir gerðu gott úr hlutunum. (Dean Mouhtaropoulos/Getty Images)
„Jeg kan godt lide regnen“ (ísl. Mér finnst rigningin góð) sungu þessir án efa. (Alex Livesey/Getty Images)
Þjóðverjarnir voru ekki eins hrifnir. (Carl Recine/Getty Images)

Tístin




Fleiri fréttir

Sjá meira


×