Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júní 2024 09:31 Kasper Hjulmand með símann. Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Skömmu eftir hálfleik í leiknum í Dortmund í gær skoraði Joachim Andersen fyrir danska liðið. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun á myndbandi þar sem Thomas Delaney var rétt fyrir innan. Andartaki síðar var dæmd vítaspyrna á Andersen eftir að hann fékk boltann í höndina innan teigs. Kai Havertz tók spyrnuna, skoraði og kom Þjóðverjum yfir. Jamal Musiala gulltryggði svo sigur þýskra og sætið í átta liða úrslitum. Hjulmand gagnrýndi dómarann Michael Oliver og VAR-teymið í leikslok. Og hann mætti með síma í viðtalið til að sýna mynd af rangstöðunni í markinu sem var dæmt af Andersen. „Ég er með mynd hérna. Þetta var einn sentímetri. Þetta gengur ekki upp. Svona eigum við ekki að nota VAR. Þetta er sentímetri,“ sagði Hjulmand sem sneri sér svo að vítinu sem var dæmt. „Ég er svo þreyttur á þessum fáránlegu reglum um hendi. Við getum ekki beðið varnarmennina um að hlaupa með hendur með síðum. Það er ekki eðlilegt. Joachim hljóp eðlilega. Þetta var eðlileg staða. Hann stökk upp og fékk boltann í sig af eins metra færi. Ég tala ekki oft um dómaraákvarðanir en þetta skipti miklu máli. Þetta er svekkjandi fyrir liðið okkar. Að komast 1-0 yfir hefði breytt öllu. Svona á fótbolti ekki að vera.“ Danir unnu ekki leik á EM og hafa raunar ekki unnið leik á síðustu tveimur stórmótum sem þeir hafa tekið þátt á.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Sjá meira
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. 29. júní 2024 20:24