Bestun Seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 30. júní 2024 10:00 Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun