Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 13:08 Þorkell sagði að hann minnti að hundurinn væri af Schnauzer gerð, en var ekki viss. Hundurinn hefði allavegana ekki verið stór. Getty Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan hafi farið á vettvang og kallað hafi verið til Dýraþjónustu Reykjavíkur sem fjarlægði hundinn. Enginn sjúkrabíll hafi komið á vettvang, en hún viti ekki til þess hvort fólkið hafi leitað á sjúkrahús, eða hvort þau hafi slasast illa. Farið verði með hundinn í skapgerðarmat Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir að hundurinn hafi róast þegar þau tóku við honum. Það líti út fyrir að eitthvað hafi komið upp á og æst hundinn upp. Það sé oft þannig með dýr þegar þau komast í aðstæður sem eru streituvaldandi. „Mér heyrist við fyrstu skoðun að þetta sé slíkt tilfelli, eins og ég skil þetta var þetta hundur sem var í gæslu eða pössun hjá öðrum,“ segir Þorkell. Hann segir að alltaf þegar hundar bíti fólk, sé alltaf farið með þá í svokallað skapgerðarmat. Svo verði bara að meta í framhaldinu á því hvað verði svo gert. „Þessi hundur er allavegana ekki æstur lengur, hann róaðist,“ segir Þorkell. Óskráðum hundum og bitmálum fari fjölgandi Þorkell segir það áhyggjuefni að svona málum virðist fara fjölgandi. „Það hefur verið eitthvað um svona bitmál, til dæmis þarna í Laugardalnum þar sem hundarnir réðust á köttinn,“ segir Þorkell. Því miður hafi einnig komið upp alvarleg tilvik í samskiptum hunda og manna. Það sé einnig áhyggjuefni, að margir hundar í borginni séu ekki skráðir hjá sveitarfélaginu. Þetta þýði að þeir séu ekki ábyrgðartryggðir gegn tjóni sem þeir valda þriðja aðila. „Það er í okkar huga bara mjög alvarlegt,“ segir Þorkell. Stíga þurfi fastar til jarðar í þeim efnum. „Það segir sig sjálft að þegar þéttbýli manna og hunda eykst, aukast líkurnar á því að eitthvað komi upp á,“ segir Þorkell.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Reykjavík Tengdar fréttir Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. 24. júní 2024 12:54