„Fólk er einfaldlega hrætt“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2024 13:51 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem búsett er í París. Stöð 2/Egill Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar mældist Þjóðfylkingin, hægri-harðlínuflokkur Marine le Pen, með 36 prósenta fylgi. Bandalag vinstri flokka mældist með 29 prósenta fylgi og flokkur Emmanuels Macron forseta með 20 prósent. „Og þetta sýnir okkur að það er í vændum mjög líklega sögulegar niðurstöður í þingkosningum í Frakklandi,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður sem búsett er í París. Þetta séu gríðarleg tíðindi. Þjóðfylkingin mælist þarna í fyrsta sinn stærsti flokkurinn og væntanlegur stórsigur hennar hefði í för með sér miklar breytingar í frönsku samfélagi. „Til að mynda hafa þau boðað það að henda úr landi öllum þeim sem eru með tvískiptan ríkisborgararétt, það eru þrjár og hálf milljón manna, einnig hafa þau boðað það að skerða félagsleg réttindi fólks sem er erlendum uppruna, sem er þó að vinna hér og borga sína skatta og útsvar. Þetta þýðir líka að veðmál Macrons er ekki að ganga upp og hans staða veikist með þessu veðmáli sem hann tók.“ Aldrei upplifað aðra eins spennu Þá hefur áhugi Frakka á kosningunum sjaldan verið meiri. „Það eru sjö prósent fleiri sem eru búin að kjósa núna á hádegi í Frakklandi en fyrir tveimur árum síðan. Og það er gríðarlega stór tala,“ segir Rósa. Rósa segir að hver sem úrslitin verði muni frönsk stjórnmál áfram einkennast af mikilli spennu. Boðað hefur verið til mótmæla víða um land, fari kosningarnar eins og skoðanakannanir sýna. „Fólk er óttaslegið, fólk er einfaldlega hrætt. Ég hef ekki upplifað viðlíka spennu í frönsku samfélagi. Ég tók hluta af mínu háskólanámi hér, hef unnið hér og búið tvisvar sinnum og verið með annan fótinn í Frakklandi um áratugaskeið og ég hef ekki fundið fyrir viðlíka spennu.“ Kjörstaðir verða opnir til klukkan átta að frönskum tíma, sex að íslenskum tíma, í stærstu borgum í kvöld. Útgönguspár verða birtar um svipað leyti, sem ættu að gefa nokkuð skýra mynd af úrslitum kosninganna. Til að ná hreinum meirihluta þarf 289 þingsæti af 577 en lokaniðurstöður fást líklega ekki fyrr en að viku liðinni, eftir seinni umferð kosninganna 7. júlí.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. 30. júní 2024 08:43
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29. júní 2024 23:45