Lífið

Garðar Gunn­laugs að verða afi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Garðar og Fanney fá nýja titla í desember, „Afi G og Amma F“
Garðar og Fanney fá nýja titla í desember, „Afi G og Amma F“ Instagram

Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

„Við fáum nýja titla í desember, Afi G og Amma F. Hlökkum til að fá litla ömmu- og afastrákinn í fangið,“ sögðu Garðar og konan hans, Fanney Sanda, á Instagram í dag.

Garðar kvæntist Fanneyu Söndru, flugfreyju, förðunarfræðingi og fegurðardrottningu, í júlí í fyrra, og saman eiga þau tvö börn. Garðar á fjögur börn úr fyrri samböndum.

Garðar er af skaganum og spilaði lengi með ÍA á fótboltaferlinum. Hann er bróðir Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkings, og Bjarka Gunnlaugssonar umboðsmanns. Allir spiluðu þeir með landsliðinu.


Tengdar fréttir

Garðar Gunnlaugs og Fanney nefna soninn

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, nefndu son sinn við hátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Adrían Nóel Bergmann Garðarsson.

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×