Viðskipti innlent

Út­flutnings­verð­mæti eldis­laxins meiri en loðnunnar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Eldislax er sú fisktegund sem skilaði næstmestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið síðastliðin fimm ár.
Eldislax er sú fisktegund sem skilaði næstmestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið síðastliðin fimm ár. Vísir/Einar

Útflutningur á eldislaxi hefur undanfarin fimm ár skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Þorskurinn trónir þar á toppnum, en heilt á litið hefur loðnan skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld. Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni.

Þetta kemur fram í skýrslu Radarsins, mælaborð sjávarútvegsins. Þorskurinn skilar enn sem fyrr langmestum gjaldeyristekjum í þjóðarbúið og ber raunar höfuð og herðar yfir aðrar fisktegundir í þeim efnum.

Nokkuð mismunandi sé milli ára hvaða fiskur komi næst á eftir þorskinum, en sé litið á þessa öld í heild sinni vermi loðnan annað sætið. Það sama eigi við ef litið er á síðustu tíu ár. Síðustu fimm árin hafi þó laxinn tekið fram úr loðnunni.

Útflutningsverðmæti þeirra tíu fisktegunda sem hafa skilað mestum gjaldeyristekjum síðustu fimm árin.Radarinn

Miklar sveiflur í loðnutekjum

Á myndinni að ofan sést hve miklar sveiflur hafa verið í útflutningstekjum af loðnu. Loðnan var næst verðmætust árið 2022, en loðnubrestur var árin 2019 og 2020 og þá voru aðeins seldar birgðir úr framleiðslu fyrri ára.

Árin 2019 og 2020 var það makríll, sem skilaði næstmestum verðmætum á eftir þorskinum, árin 2021 og 2023 var það lax.

Radarinn



Frekari gögn eru á síðu Radarsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×