Þetta kemur fram í tilkynningu Þjóðkirkjunnar.
Arna hefur starfað síðustu tíu ár sem prestur í Grafarvogskirkju og tekur nú við starfi sóknarprests þar. Hún hefur sérhæft sig í notkun draumavinnu í sálgæslu og eru draumar og draumatúlkun eitt af hennar aðaláhugamálum.
Sr. Arna Ýrr er fædd þann 15. desember árið 1967 á Akureyri. Foreldrar hennar eru Sigfríður Þorsteinsdóttir og Sigurður Heiðar Jónsson sem er látinn.
Hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri, en þaðan lá leiðin í guðfræðideild Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún með cand.theol próf árið 1996.
Hefur komið víða við
Þá hefur Arna stundað framhaldsnám í sálgæslu í Danmörku og í predikunarfræðum í Svíþjóð. Hún vígðist sem prestur til Raufarhafnar árið 2000, og áður starfaði hún sem endurmenntunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri.
Hún hefur starfað sem prestur í Langholtskirkju og Bústaðakirkju og einnig í Glerárkirkju á Akureyri.
Tveir prestar eru að störfum hverju sinni í Grafarvogskirkju, en Aldís Rut var á dögunum ráðin nýr prestur í kirkjunni, og tekur við starfi Örnu sem er orðin sóknarprestur.