Formúla 1

Russell fagnaði sigri eftir á­rekstur Verstappen og Norris

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
George Russell fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum.
George Russell fagnaði sigri í austurríska kappakstrinum. Kym Illman/Getty Images

George Russell, ökumaður Mercedes, stóð uppi sem sigurvegari í austurríska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag.

Russell kom fyrstur í mark eftir að heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull og Lando Norris á McLaren lentu í árekstri í baráttu sinni um fyrsta sæti. 

Áreksturinn varð til þess að Norris þurfti að draga sig úr keppni og Verstappen fékk tíu sekúndna refsingu.

Þetta var fyrsti sigur Mercedes í Formúlu 1 síðan í brasilíska kappakstrinum árið 2022. Oscar Piastri, liðsfélagi Norris hjá McLaren, kom annar í mark og Carlos Sainz á Ferrari varð þriðji.

Lewis Hamilton á Mercedes hafnaði í fjórða sæti og heimsmeistarinn Verstappen varð fimmti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×