„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2024 20:01 Gareth Southgate þakkar líklega fyrir að hafa ekki tekið Jude Bellingham af velli í venjulegum leiktíma. Jay Barratt - AMA/2024 AMA Sports Photo Agency Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
England komst áfram í átta liða úrslit með 2-1 sigri gegn Slóvakíu í framlengdum leik í dag. Jude Bellingham skaut Englendingum inn í framlenginguna með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma og Harry Kane tryggði enska liðinu sigur snemma í framlengingunni. „Ég er svo stoltur af leikmönnunum og baráttunni sem þeir sýndu. Allir sem spiluðu þennan leik skiluðu sínu hlutverki og hjálpuðu til við að koma okkur yfir línuna. Þeir hjálpuðust allir að í dag og það var það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Southgate eftir leikinn áður en hann var spurður út í Jude Bellingham. „Frábær. Við vorum að hugsa hvort við ættum að taka hann út af, en við vitum að hann getur fært okkur þessi augnablik. Við vitum að við þurftum að fara betur með boltann í leiknum og við vorum ekki að finna lausnir í fyrri hálfleik, en gerðum betur í seinni.“ „Við héldum áfram að banka þrátt fyrir að vera undir pressu. Að lokum var það svo gamla góða langa innkastið sem skilaði markinu. Þessi augnablik geta átt sér stað þegar þú ert að pressa svona á lið.“ Þá hrósaði hann einnig hinum markaskorara Englands, Harry Kane. „Hann er ótrúlegur markaskorari og hann leiðir þetta lið svo vel. Hann er búinn að vera frábær fyrirliði og heldur skipinu á floti.“ „Hann hefur verið hérna áður og upplifað svona leiki og það er það sem ungu leikmennirnir læra af honum að svona augnablik geta komið á þessum stórmótum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira