Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2024 07:00 21 árs gamall maður kom sér upp á þakið á Westfalenstadion á leik Þýskalands og Danmerkur. Rene Nijhuis/MB Media/Getty Images Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Þýskaland og Danmörk áttust við á Westfalenstadion, heimavelli Dortmund, í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðastliðinn þriðjudag þar sem Þjóðverjar höfðu betur, 2-0. Gera þurfti hlé á leiknum á 35. mínútu vegna veðurs þar sem þrumur, eldingar, haglél og rigning settu strik í reikninginn. Snemma í síðari hálfleik sást svo maður uppi á þaki vallarins. Maðurinn var svartklæddur, með hulið andlit og bakpoka á bakinu. Lögregla sá manninn klukkan 22:11 að staðartíma og eftir að lögregluþjónar, drónar og þyrla höfðu fylgst með honum í dágóða stund var hann handtekinn af þýsku sérsveitinni klukkan 23:44. Schwarze Kleidung, das Gesicht vermummt und dazu noch ein schwarzer Rucksack. Der Osnabrücker (21), der beim EM-Spiel gegen Dänemark unter dem Stadiondach herumkletterte, hätte auch leicht für einen Terroristen gehalten werden können... – Ohne Abo lesbarhttps://t.co/hla0lnsQgy pic.twitter.com/oK9af1aLr3— Hasepost – Zeitung für Osnabrück (@hasepost) June 30, 2024 Maðurinn var færður í handjárn, en ekkert grunsamlegt fannst í bakpokanum. Hins vegar fannst myndavél í bakpokanum og sagði maðurinn, sem er 21 árs frá Osnabruck í norðvestur Þýskalandi, að hann hafi komið sér upp á þakið til að ná góðum myndum. Lögreglan staðfesti svo að lokum að maðurinn væri ekki grunaður um að hafa komið sér upp á þakið í pólitískum tilgangi og að hann hafi áður tekið myndir af merkilegum byggingum úr mikilli hæð í Herne árið 2022 og Ulm í maí á þessu ári.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira