Hrædd um að hún mæti óvart í gömlu vinnuna í fyrramálið Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 30. júní 2024 22:06 Séra Guðrún Karls Helgudóttir messaði í síðasta skipti sem sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli í dag. Vísir Séra Guðrún Karls Helgudóttir, verðandi biskup Íslands, stýrði í dag sinni síðustu messu sem sóknarprestur í Grafarvogskirkju. Guðrún tekur formlega við sem biskup á morgun. Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Fréttamaður hitti Guðrúnu í kvöld, en fullt var úr dyrum í kveðjumessunni hennar. Hún segir daginn hafa verið tilfinningaþrunginn. „Ég var hrærð. Ég á vart til orð yfir þessum degi. Það komu náttúrlega mjög margir, svona á miðju sumri, sem mér finnst einstakt og ég er ákaflega þakklát fyrir það,“ segir Guðrún. Hún hefur starfað í Grafarvogskirkju í sextán ár og segir einstakt að fá að þjóna í Grafarvogssöfnuði. „Þetta hefur verið svo stór hluti af mínu lífi svo lengi að ég er hrædd um að ég mæti óvart hingað í fyrramálið. Ef ég verð sein í vinnuna á morgun þá er það vegna þess að ég er hér,“ segir Guðrún glottandi. Hvernig lítur morgundagurinn út hjá þér? „Ég veit það ekki alveg. Ég mæti á nýjan vinnustað, á nýja skrifstofu. Ég mun hitta samstarfsfólkið verðandi. Einhver viðtöl bókuð. Annars veit ég það ekki.“ Þetta komi allt í ljós. „Þetta verður skrítið en ég er mjög bjartsýn og hlakka mikið til. Og ég finn svo mikinn meðbyr og gleði og kraft í kirkjunni núna og hlakka til að nýta hann til þess að halda áfram að vera sú sterka og góða kirkja sem við erum kölluð til að vera. “ Guðrún tekur við embætti biskups Íslands á morgun, 1. júlí, en verður vígð þann 1. september. „Þannig að ég verð í tvo mánuði biskup sem mun ekki vígja presta eða kirkjur eða svoleiðis. En annað mun ég geta gert.“ Röðin í altarisgönguna var löng.Vísir Í messunni var þétt setið.Vísir Kórinn söng.Vísir
Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira