Lífið

Ellu Fitzgerald verð­laun til Lauf­eyjar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Laufey með gítarinn á tónleikum í Hörpu fyrr á árinu.
Laufey með gítarinn á tónleikum í Hörpu fyrr á árinu. Mummi Lú

Laufey Lín hefur verið sæmd Ellu Fitzgerald verðlaunum sem veitt eru árlega á jazzhátíðinni í Montreal í Kanada. Hún fetar í fótspor frægra listamanna.

Laufey er á tónleikaferðalagi og hélt einmitt tvenna tónleika í kanadísku borginni.

„Svo þakklát að hafa verið heiðruð með Ellu Fitzgerald verðlaunum á Montreal jazzhátíðinni í ár. Kærar þakkir fyrir að sýna mér þennan heiður. Ef þið þekkið mig þá vitið þið hvaða áhrif tónlist Ellu hefur haft á mig,“ segir Laufey á Instagram.

Fram kemur á heimasíðu hátíðarinnar að Laufey hafi kynnt jazz fyrir nýjum hlustendahóp með tónlist sinni, einkum á samfélagsmiðlinum TikTok. Jazz sé aftur komið í meginstrauminn.

Fyrri handhafar Ellu verðlaunanna eru sem dæmi Diana Ross, Etta James, Tony Bennett, Diana Krall og Aretha Franklin.


Tengdar fréttir

Laufey ástfangin

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er komin á fast. Sá heppni heitir Charlie Christie og vinnur hjá útgáfurisa í tónlistarbransanum í Los Angeles. 

Tárin runnu niður kinnar

Ég sit við hringborð á veitingastað í Hörpu. Staðurinn heitir víst Hnoss. Ég var að læra það. Það er hlegið og grínast. En ég get ekki hugsað um neitt nema tónleikana sem ég var á. Mér finnst við vera að brjóta lög með því að kryfja ekki upplifunina sem við urðum öll vitni að. Við skálum einu sinni, fyrir mögnuðum tónleikum. Mér finnst ég verða að segja öllum frá. Komast í tölvu. Skrifa. Það er ekki á hverjum degi sem maður tárast á tónleikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×