Samningur stærsta félags BHM gæti hreyft við öðrum félögum Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2024 11:56 Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM fylgist með gangi viðræðna einstakra félaga inn BHM, sem mörg hver hafa klasað sig saman í viðræðum við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Viska, nýtt stéttarfélag innan Bandalags háskólamanna, gekk fyrst félaga bandalagsins frá kjarasamningi í gær. Formaður BHM segir ekki ólíklegt að samningurinn komi hreyfingu á viðræður annarra félaga sem enn eiga eftir að semja við ríki mög sveitarfélög. Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Viska varð til á síðasta ári með sameiningu Fræðagarðs, Félags íslenskra félagsvísindamanna og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og er fjölmennasta stéttarfélagið innan Bandalags háskólamanna í dag. Kjarasamningar til fjögurra ára á almenna markaðnum lágu fyrir snemma á þessu ári og BSRB hefur einnig meira og minna lokið samningum til sama tíma. Viska varð síðan fyrst tuttugu og fjögurra félaga innan BHM til að skrifa undir kjarasamning til fjögurra ára við ríkið í gær. Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM segir ekki ólíklegt að þessi samningur hreyfi við samningagerð hjá öðrum félögum. „Já, það þykir mér ekki ólíklegt. Félögin undir hatti BHM eru náttúrlega í samningaviðræðum bæði við ríkið og sveitarfélögin. Ég hef sjálf ekki setið samningafundi en ég fylgist auðvitað með því sem er að gerast. Ég vissi það fyrir nokkrum dögum að það væri farið að ganga hjá Visku. Þannig að ég var ekki hissa að það kláraðist nú um helgina. Það er alveg eðlilegt að það komi hreyfingu á viðræðurnar hjá öðrum félögum,“ segir Kolbrún. Aðildarfélögin hafi mörg hver verið að klasa sig saman um sameiginlega hagsmuni í viðræðum sínum við ríki og sveitarfélög. Þar mætti nefna heilbrigðisfélögin, félög prófessora og háskólakennara, kjarafélög viðskipta- og hagfræðinga, stéttarfélag lögfræðinga og sérfræðinga hjá stjórnarráðinu. „Það eru auðvitað misjafnir hagsmunir og það sem hefur kannski aðeins staðið í okkar félögum frá því almenni markaðurinn samdi, er þessi langi samningur. Það tengist því að háskólamenntaðir hafa fengið sáralitlar raunkjarabætur á undanförnum árum. Eru þess vegna ekki sátt við, alla vega í fljótu bragði, að fara inn í svona langan samning,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir. Nú hafi Viska hins vegar skrifaði undir fjögurra ára samning við ríkið í gær. Haft er eftir Júlíönnu Guðmundsdóttur aðalsamningamanni félagis í tilkynningu að Viska væri stærsta aðildafélag BHM og ábyrgðarhluti að hálfu félagsins að semja til langs tíma til að tryggja efnahagslegan stöðugleika. Þá segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir formaður félagsins mikilvægt að samningnum fylgi sértækar aðgerðir stjórnvalda sem gagnist félagsfólki vel. Samningurinn verður kynntur félagsfólki á morgun og á miðvikudag og fer síðan í almenna atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Kjaramál Háskólar Stéttarfélög Tengdar fréttir Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30 Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20 Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48 Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Sjá meira
Kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg undirritaðir Samninganefnd Eflingar stéttarfélags hefur náð samningum við viðsemjendur sína hjá Reykjavíkurborg. Kjarasamningar voru undirritaður um miðjan dag í dag, 20. júní. 20. júní 2024 15:30
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. 20. júní 2024 10:20
Fleiri aðildarfélög BSRB semja við ríkið Samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkisins hafa undirritað nýjan kjarasamning til fjögurra ára. Samningurinn var undirritaður í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum í dag. 13. júní 2024 23:48
Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13. júní 2024 08:22
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent