Erfiðast að horfa upp á veikindi ömmu sinnar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 09:01 Erika tekur þátt í Ungfrú Ísland í ágúst. Arnór Trausti Erika Líf Káradóttir hefur alla tíð haft mikinn áhuga á módelstörfum og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar henni bauðst að taka þátt í Ungfrú Ísland. Hún er í hópi keppenda í ár en keppnin fer fram 14. ágúst næstkomandi í Gamla bíó. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Erika Líf Káradóttir. Aldur? 19 ára. Starf? Skopp Ísland. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Frá því að ég var lítil hef ég alltaf verið með mikinn áhuga á módel störfum og hugsaði alltaf með mér að einn daginn mun ég reyna á það. Síðan sendir Manúela á mig og bauð mér að koma í Casting fyrir MUI og ég ákvað bara að kýla á það. Mesti áhuginn á keppninni kviknaði samt þegar ég sá það að keppnin væri um það að vera maður sjálfur og standa með sínum skoðunum. Mér finnst þetta gott tækifæri til að auka reynsluna á að koma fram og fara út fyrir þægindarammann. Erika segist hafa lært ýmislegt í keppnisferlinu hingað til.Arnór Trausti Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra sjúklega mikið af þessari keppni, bæði um sjálfan mig og líka um þennan heim. Ég hef lært að labba á hælum, vera ófeimin við að stíga fram og tala fyrir framan fólk. Mér finnst ég vera orðin sjálfsöruggari og svo hef ég kynnst fullt af flottum og skemmtilegum stelpum. Ef þú hefðir sagt við mig fyrir nokkrum árum að ég væri ein af keppendum Ungfrú Íslands þá hefði ég aldrei trúað þér. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi Íslensku og ensku, og er síðan með stúdentspróf í dönsku og spænsku, þannig ég gæti alveg reddað mér þar. Hvað hefur mótað þig mest? Erfiðleikar og hindranir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef hingað til verið afskaplega heppin og ekki lent í neinu hræðilegu eða misst neinn nákominn mér. Hins vegar var mjög erfitt að horfa upp á veikindi ömmu minnar. Amma er mér allt og ég dýrka hana með öllu mínu hjarta. Hún veiktist mjög skyndilega og var haldið sofandi á gjörgæsludeild yfir jól og áramót. Ég hafði alla mína tíð eytt jólunum með ömmu og afa þannig það var ekkert annað í stöðunni en að eyða aðfangadegi upp á spítala og borða saltaða humarsúpu á meðan við skiptumst á að kíkja á hana á gjörgæsludeildinni. Á afmælisdeginum mínum var hún enn þá upp á spítala og auðvitað valdi ég að eyða honum þar með henni. Hún komst sem betur fer í gegnum þessi veikindi og lifir alla daga með bros á vör. Hverju ertu stoltust af? Ég er stolt af sjálfri mér að sigrast á feimninni og stíga út fyrir þægindarammanum og þessi keppni er klárlega að hjálpa mér við það. View this post on Instagram A post shared by Erika Líf (@erikalif) Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma hefur alltaf verið mjög stuðningsrík og hvetjandi og frá því að ég var lítil hefur hún oft sagt við mig: „Það sem maður byrjar á það klárar maður.“ Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta. Hjálpar manni að halda haus í gegnum krefjandi verkefni. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er klárlega nautakjöt eða milljón dollara spaghettíið sem pabbi gerir. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndin mín eru foreldrar mínir. Ég lít mikið upp til þeirra og sambandið þar á milli. Þau eru mögnuð bæði tvö á svo margan hátt og ég er þeim svo ótrúlega þakklát. Mamma er ótrúlega góð fyrirmynd því hún er alltaf svo dugleg og metnaðarfull. Hún hefur alltaf trú á mér og styður alltaf við bakið á mér. Hvetur mig til þess að leggja hart að mér. Pabbi hefur alltaf verið mín fyrirmynd og besti vinur og við erum mjög náin. Við deilum sömu áhugamálum og erum útlitslega lík. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Guð nú veit ég ekki alveg. Ég fór á Ísland - Portúgal í fótbolta og fékk þá að sjá Cristiano Ronaldo. Ísland tapaði samt því miður en ég var sátt að fá að sjá Ronaldo þar sem ég hef alltaf verið mikill aðdáandi. Annars fékk ég Friðrik Dór til að koma og syngja í útskriftinni minni, það var geðveikt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Vandræðalegasta atvik sem ég man eftir er að ég handleggsbrotnaði á hjóli, ég var hins vegar ekki að hjóla á hjólinu, ég var bara að stíga af því. Þetta var líka alls ekki fallegt brot þar sem ég var strax sett í aðgerð og tveir pinnar settir í hendina. Og til að toppa söguna þá gerðist þetta tíu mínútum eftir að ég negldi framan á bíl á hjólinu mínu; ég slasaðist hins vegar ekkert við það. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa mína nánustu fjölskyldumeðlimi. Ég er reyndar líka mjög hrædd við allt sem tengist pöddum. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Búin með námið mitt og búin að fjárfesta í íbúð. Einnig dreymi ég mikið um að búa á Spáni, þannig vonandi mun það verða að veruleika einn daginn. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég hef verið að taka Unwritten með Natasha Bedingfield en síðan er alltaf klassískt að taka I Want It That Way með Backstreet Boys. Þín mesta gæfa í lífinu? Ætli það sé ekki litlu systur mínar tvær. Ég datt gjörsamlega í lukkupottinn við að hafa fengið að vera þeirra elsta systir. Við þrjár erum allar svo nánar, hjálpumst að og hvetjum hvor aðra áfram í öllu. Við erum svo ólíkar, en að sama skapi erum við nánast alveg eins í útliti, þótt það séu fjögur ár og tíu ár á milli okkar. Uppskrift að draumadegi? Svona miðað við hvernig manneskja ég er, þá dýrka ég sól og heitt landslag. Ég væri til í að vakna við fuglasöng, geta borðað morgunmat úti í sólinni og njóta rosalegs útsýni. Taka síðan góða hreyfingu og geta unnið fjarvinnu á ströndinni eftir það. Enda svo daginn á góðum mat með öllu mínu besta fólki. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland: Ungfrú Ísland Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu 14. ágúst á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Erika Líf Káradóttir. Aldur? 19 ára. Starf? Skopp Ísland. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Frá því að ég var lítil hef ég alltaf verið með mikinn áhuga á módel störfum og hugsaði alltaf með mér að einn daginn mun ég reyna á það. Síðan sendir Manúela á mig og bauð mér að koma í Casting fyrir MUI og ég ákvað bara að kýla á það. Mesti áhuginn á keppninni kviknaði samt þegar ég sá það að keppnin væri um það að vera maður sjálfur og standa með sínum skoðunum. Mér finnst þetta gott tækifæri til að auka reynsluna á að koma fram og fara út fyrir þægindarammann. Erika segist hafa lært ýmislegt í keppnisferlinu hingað til.Arnór Trausti Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Ég er búin að læra sjúklega mikið af þessari keppni, bæði um sjálfan mig og líka um þennan heim. Ég hef lært að labba á hælum, vera ófeimin við að stíga fram og tala fyrir framan fólk. Mér finnst ég vera orðin sjálfsöruggari og svo hef ég kynnst fullt af flottum og skemmtilegum stelpum. Ef þú hefðir sagt við mig fyrir nokkrum árum að ég væri ein af keppendum Ungfrú Íslands þá hefði ég aldrei trúað þér. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala reiprennandi Íslensku og ensku, og er síðan með stúdentspróf í dönsku og spænsku, þannig ég gæti alveg reddað mér þar. Hvað hefur mótað þig mest? Erfiðleikar og hindranir. Erfiðasta lífsreynslan hingað til? Ég hef hingað til verið afskaplega heppin og ekki lent í neinu hræðilegu eða misst neinn nákominn mér. Hins vegar var mjög erfitt að horfa upp á veikindi ömmu minnar. Amma er mér allt og ég dýrka hana með öllu mínu hjarta. Hún veiktist mjög skyndilega og var haldið sofandi á gjörgæsludeild yfir jól og áramót. Ég hafði alla mína tíð eytt jólunum með ömmu og afa þannig það var ekkert annað í stöðunni en að eyða aðfangadegi upp á spítala og borða saltaða humarsúpu á meðan við skiptumst á að kíkja á hana á gjörgæsludeildinni. Á afmælisdeginum mínum var hún enn þá upp á spítala og auðvitað valdi ég að eyða honum þar með henni. Hún komst sem betur fer í gegnum þessi veikindi og lifir alla daga með bros á vör. Hverju ertu stoltust af? Ég er stolt af sjálfri mér að sigrast á feimninni og stíga út fyrir þægindarammanum og þessi keppni er klárlega að hjálpa mér við það. View this post on Instagram A post shared by Erika Líf (@erikalif) Besta heilræði sem þú hefur fengið? Mamma hefur alltaf verið mjög stuðningsrík og hvetjandi og frá því að ég var lítil hefur hún oft sagt við mig: „Það sem maður byrjar á það klárar maður.“ Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta. Hjálpar manni að halda haus í gegnum krefjandi verkefni. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhalds maturinn minn er klárlega nautakjöt eða milljón dollara spaghettíið sem pabbi gerir. Hver er þín fyrirmynd í lífinu? Fyrirmyndin mín eru foreldrar mínir. Ég lít mikið upp til þeirra og sambandið þar á milli. Þau eru mögnuð bæði tvö á svo margan hátt og ég er þeim svo ótrúlega þakklát. Mamma er ótrúlega góð fyrirmynd því hún er alltaf svo dugleg og metnaðarfull. Hún hefur alltaf trú á mér og styður alltaf við bakið á mér. Hvetur mig til þess að leggja hart að mér. Pabbi hefur alltaf verið mín fyrirmynd og besti vinur og við erum mjög náin. Við deilum sömu áhugamálum og erum útlitslega lík. Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt? Guð nú veit ég ekki alveg. Ég fór á Ísland - Portúgal í fótbolta og fékk þá að sjá Cristiano Ronaldo. Ísland tapaði samt því miður en ég var sátt að fá að sjá Ronaldo þar sem ég hef alltaf verið mikill aðdáandi. Annars fékk ég Friðrik Dór til að koma og syngja í útskriftinni minni, það var geðveikt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Vandræðalegasta atvik sem ég man eftir er að ég handleggsbrotnaði á hjóli, ég var hins vegar ekki að hjóla á hjólinu, ég var bara að stíga af því. Þetta var líka alls ekki fallegt brot þar sem ég var strax sett í aðgerð og tveir pinnar settir í hendina. Og til að toppa söguna þá gerðist þetta tíu mínútum eftir að ég negldi framan á bíl á hjólinu mínu; ég slasaðist hins vegar ekkert við það. Hver er þinn helsti ótti? Minn helsti ótti er að missa mína nánustu fjölskyldumeðlimi. Ég er reyndar líka mjög hrædd við allt sem tengist pöddum. Hvar sérðu þig í framtíðinni? Búin með námið mitt og búin að fjárfesta í íbúð. Einnig dreymi ég mikið um að búa á Spáni, þannig vonandi mun það verða að veruleika einn daginn. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég hef verið að taka Unwritten með Natasha Bedingfield en síðan er alltaf klassískt að taka I Want It That Way með Backstreet Boys. Þín mesta gæfa í lífinu? Ætli það sé ekki litlu systur mínar tvær. Ég datt gjörsamlega í lukkupottinn við að hafa fengið að vera þeirra elsta systir. Við þrjár erum allar svo nánar, hjálpumst að og hvetjum hvor aðra áfram í öllu. Við erum svo ólíkar, en að sama skapi erum við nánast alveg eins í útliti, þótt það séu fjögur ár og tíu ár á milli okkar. Uppskrift að draumadegi? Svona miðað við hvernig manneskja ég er, þá dýrka ég sól og heitt landslag. Ég væri til í að vakna við fuglasöng, geta borðað morgunmat úti í sólinni og njóta rosalegs útsýni. Taka síðan góða hreyfingu og geta unnið fjarvinnu á ströndinni eftir það. Enda svo daginn á góðum mat með öllu mínu besta fólki. Hér er hægt að kjósa í Ungfrú Ísland:
Ungfrú Ísland Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira