Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 17:06 Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir netsvik stóran iðnað á Íslandi. Vísir/Samsett Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann. Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stefán segir aðferðir svikahrappanna ekki hafa mikið breyst heldur orðið fágaðri og vandaðri. „Það má segja að þetta sé gamla góða svindlið. Það sem við höfum séð undanfarið er að þessar auglýsingar eru betri. Það er meira lagt í þær og þær eru að virka. Við erum að sjá aukningu í tilkynningum til okkar,“ segir hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir lögregluna reyna að bregðast við þegar hún verður var við svindl með því að vara fólk við með færslum á samfélagsmiðlum. Jafnframt reyni lögreglan að vinna með Meta og öðrum samfélagsmiðlarisum við að tilkynna og uppræta slíka svikastarfsemi. Fjölbreyttar svindlaðferðir Stefán segir að það sé allur gangur á því hvernig svikahrapparnir seilist í veski fólks. Netsvindl fari fram jafnt á Facebook sem í tölvupósti og öðrum miðlum. Síðast í dag varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við stórtæku svindli sem gerði sig út fyrir að vera mbl.is til að fá fólk til að kaupa rafmyntir. „Á einhverjum tímapunkti og vanalega snemma í ferlinu ertu beðinn um persónuupplýsingar og bankaupplýsingar. Svo fer það eftir því hvernig svikahrappurinn er að reyna að ná þér, hvort hann er að reyna að fá þig til að kaupa rafmynt eða hvort hann sé að biðja um beinharða millifærslu,“ segir Stefán. „En það er vanalega búið að kynna fyrir þér ákveðna ávöxtunarmöguleika og þeir eru vanalega miklu hærri en standa hinum almenna borgara til boða,“ bætir hann við. Hvetja fólk til að tilkynna Stefán segir lögregluna vera með starfshóp sem er í virku samtali við Meta og önnur fyrirtæki sem eiga stóra samfélagsmiðla en fyrirtækin geri ekki nóg til að koma í veg fyrir netsvindl. „Við viljum koma því áleiðis að við hvetjum fólk undantekningarlaust sem sjá þessar auglýsingar að í staðinn fyrir að skrolla bara niður að þá tilkynna auglýsinguna. Það hjálpar mikið,“ segir Stefán. „Þetta mun aldrei hverfa og þetta mun bara aukast. Ég held að við þurfum að vera miklu meira vakandi. Við þurfum að vera tortryggin og þessi heilbrigða tortryggni þarf að vera í hávegum höfð,“ segir hann.
Netglæpir Netöryggi Facebook Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira