Innherji

Auk­­in út­­gáf­­a rík­­is­br­éf­a kom mark­­aðn­­um í „opna skjöld­­u“ sem tald­i árið tryggt

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett

Fyrirhuguð aukin útgáfa á ríkisbréfum í ár kom markaðnum í „opna skjöldu“ og markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu því skarpt við tíðindin. Sjóðstjórar töldu að ríkið væri búið að fjármagna útgjöld vegna kjarasamninga og jarðhræringa á Reykjanesi að minnsta kosti fram á næsta ár. Spurningin „hver á að fjármagna ríkissjóð í þetta skiptið?“ veldur mörgum skuldabréfafjárfestum áhyggjum.


Tengdar fréttir

Gull­húð­un ger­ir ó­verð­tryggð lán með föst­um vöxt­um dýr­ar­i

Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.

AGS: Gæti þurft að auka að­hald í rík­i­fjár­mál­um en raunvextir hæf­i­legir

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×