Sagður hafa nauðgað fatlaðri konu og látið son hennar horfa á Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2024 11:38 Samkvæmt ákærunni er maðurinn með lögheimili á Akranesi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn andlega fatlaðri konu. Hann er einnig ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syni konunnar og annarri konu. Þau eru bæði andlega fötluð. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa nauðgað konunni og neytt son hennar til þess að fylgjast með. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna. Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi verið ákærður fyrir kynferðisbrot og tilraun til kynferðisbrots gegn konunni, með því að hafa í fjölda skipta á árunum 2016 til 2020, haft samræði og önnur kynferðismök við hana með ólögmætri nauðung. Hann hafi komið að jafnaði nokkrum sinnum í mánuði á fyrrgreindu tímabili á heimili konunnar og haft við hana samræði og önnur kynferðismök og einnig með því að hafa látið hana hafa samræði og önnur kynferðismök við aðra menn sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum og í eitt skipti gert tilraun til að láta hana hafa kynferðismök við annan mann. Var yfirmaður konunnar Maðurinn hafi notfært sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og beitt hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og traust hennar til hans vegna stöðu hans gagnvart henni, meðal annars sem yfirmanns hennar. Þá hafi hann misnotaði freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð í atvinnu sinni en hann hafi verið verslunarstjóri í versluninni þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Lét soninn fylgjast með Þá segir að maðurinn sé ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konunni og aðallega fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni hennar framin á árinu 2019 eða 2020. Hann hafi í að minnsta kosti eitt skipti látið konuna hafa við sig munnmök og haft við hana samræði og látið son hennar vera viðstaddan á meðan hann hafði samræði og önnur kynferðismök við móður hans, undir því yfirskini að sonurinn ætti að læra að stunda kynlíf Hann hafi notfært sér að konan og sonur hennar gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar og auk þess beitt konuna ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart henni og misnotað freklega þá aðstöðu sína að konan var honum háð líkt og lýst er hér að ofan. Leiðbeindi syninum um hvernig stunda ætti kynlíf Í þriðja lagi sæti maðurinn ákæru fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi og brot gegn barnaverndarlögum gegn syni konunnar, með því að hafa á árunum 2016 til 2020 áreitt hann kynferðislega með því að hafa ítrekað spurt hann um kynlíf hans og gefið honum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að stunda kynlíf. Ummælin hafi verið til þess fallin að særa blygðunarsemi sonarins og hann hafi notfært sér að sonurinn gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Loks sé hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni en til vara fyrir brot gegn blygðunarsemi gegn syninum og annarri konu og jafnframt til vara fyrir brot gegn barnaverndarlögum gegn syninum, með því að hafa 28. desember 2020, farið inn í herbergi sonarins þar sem þau konan voru að stunda kynlíf í rúmi sonarins á bak við luktar dyr og farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúminu og fært hendi sína mjög nálægt kynfærum hennar og gefið syninum leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að veita konunni munnmök Maðurinn hafi notfært sér að þau gátu ekki spornað við verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Fara fram á ellefu milljónir króna Í ákærunni segir að ákæruvaldið fari fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá sé þess krafist fyrir hönd konunnar að maðurinn greiði henni fimm milljónir króna, fyrir hönd sonarins sé fjögurra milljóna krafist og fyrir hönd hinnar konunnar tveggja milljóna.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Akranes Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira