Uppgjör og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 0-1 | Andrea Rut hetja Blika á Króknum Arnar Skúli Atlason skrifar 2. júlí 2024 19:55 Blikarnir unnu mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Anton Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Andrea Rut Bjarnadóttir, sem hefur átt frábært sumar, var hetja Blikanna en hún skoraði sigurmarkið með góðu skoti strax á fjórðu mínútu leiksins. Stólarnir bitu frá sér í kvöld en gekk illa að opna bestu vörn deildarinnar sem hélt hreinu í áttunda sinn í sumar. Blikarnir hafa nú þremur stigum meira en Valsliðið sem spilar sinn leik í umferðinni annað kvöld. Það var kalt á Sauðárkróki í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Breiðablik í Bestu deild kvenna í fótbolta. Breiðablik fyrir leikinn í dag í topp sæti deildarinnar ásamt Val en Tindastóll í 6-7 sæti ásamt Þrótti. Breiðablik hóf leikinn á miklum krafti og sköpuðu sér hættuleg færi í upphafi leiks og leikurinn var ekki gamall þegar Andrea kom gestunum í Breiðablik í forystu, eftir mikið klafs fyrir framan teig Tindastóls datt boltinn á Andreu sem var ein á auðum sjó vinstra megin í teignum og kláraði fallega í fjær hornið óverjandi fyrir Monica Wilhelm í marki heimamanna Eftir þetta vöknuðu heimamenn heldur betur til lífsins og Tindastóls liðið hélt boltanum vel innan leiksins og var að skapa sér hættulega stöður en lítið um var um opin færi. Jordyn Rhodes fékk besta færið en þá vann Annika boltann fyrir heimamenn eftir góða pressu og sendi Jordyn í gegn og hún plataði varnarmanninn en mokaði boltanum yfir markið. Tindastóll fengu nokkur hálffæri þar sem eftir var á hálfleiknum en það voru gestirnir sem leiddu í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði Tindastóll voru mikið meira með boltann án þess að skap sér dauðafæri en þegar Breiðablik sótti skapaðist alltaf hætta en varnarmenn beggja liða eiga hrós skilið fyrir varnarleik í dag. Tindastól fékk dauðafæri þegar korter lifði leiks en sending Birgittu Finnbogadóttir fór í gegnum vörn Blika og Jordyn var ein á móti Telmu í markinu en skot hennar beint á markið og auðvelt fyrir Telmu að sjá við þessu. Tindastóll reyndi sem þær gátu að skora en ekki tókst það í dag því þegar þær komust fram hjá varnarmönnum Breiðabliks var Telma á réttum stað og greip inn í eða varði skot heimamanna. Breiðablik fór þar að leiðandi með sigur í dag 0-1 í leik sem hefði getað farið öðruvísi því Tindastóll voru meira með boltann og sköpuðu fleiri færi en nýttu ekki sína sénsa á meðan Blikar gripu sinn. Atvik leiksins Þegar boltinn barst af Vigdísi Lilju Kristjánsdóttir á Andreu Rut Bjarnadóttir sem kláraði í markið sem var atvikið sem skildi liðin af í dag. Stjörnur og Skúrkar Stjörnurnar í dag léku í varnarlínu Blika sem var hálfpartinn í Survival mode og komst fyrir allt sem Tindastóll reyndi að gera. Þær lögðu allt að veði til að halda hreinu. Hjá Tindastól var Gabrielle Johnson og Annika Haanpaa öflugar á miðjunni og stjórnuðu spilinu og komu boltanum á framherja Tindastóls einnig voru það þær sem voru að stoppa allt sem Breiðablik reyndi að skapa. Jordyn Rhodes fær skúrkinn í dag, hún fékk tækifæri til að sækja stigið fyrir Tindastól en brenndi af í dauðafæri. Katrín Ásbjörnsdóttir og Vigdís Lilja hjá Blikum voru hálfpartinn farþegar í liði Blika í dag og náðu ekkert að komast af krafti inn í leikinn. Dómarar Lítið um hann að skrifa, sleppti atviki í fyrir hálfleik þegar Vigdís sparkaði á eftir varnarmanni Tindastóls en annars var þetta í lagi hjá honum. Hann fær 5 af 10 mögulegum. Stemning og umgjörð Það var kalt í dag en það var þétt setið í stúkunni á króknum. Allt upp á 10 hjá sjálfboðaliðum og öllum í dag, allt frábært. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur í leikslok. „Þetta var bara ógeðslega svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og stjórnuðum báðum hálfleikjum mjög vel, með og án bolta. Pressan okkar var góð í dag, langstærstan hluta leiksins og mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit og mjög svekktur með það. Einn besti leikur Tindastólsliðsins í langan tíma,“ sagði Halldór. „Við byrjuðum ekkert á hælunum. Þær bara skora gott mark og það gerist bara. Mér fannst við byrja þennan leik heilt yfir vel bara, eins og þú sagðir réttilega. Við tókum svo yfir þennan leik hægt og bítandi eins og við ætluðum að gera og stjórnuðum honum og sköpuðum góð færi,“ sagði Halldór. „Við fengum einn á móti markmanni í lokin, sem var færið sem við vorum að bíða eftir. Eðlilega fáum við ekki mörg færi því Breiðablik fær ekki mörg færi á sig. Við fengum þó færi til að skora og jafna og hefðum að mínu mati geta unnið leikinn ef við hefðum skorað. Heilt yfir ótrúlega stoltur af stelpunum, frábær leikur en hundfúll með úrslitin og þetta er eitthvað sem við tökum með okkur áfram í næsta leik sem er aftur heimaleikur á móti Stjörnunni,“ sagði Halldór. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliksliðsins.Vísir/Vilhelm „Mikill léttir að klára þetta“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðsbliks, var fegin að hafa landað sigri á Króknum í kvöld. „Mikill léttir að klára þetta því þetta var erfiður leikur. Við vorum svolítið þungar á okkur og sloppy en svo í seinni hálfleik í semi survival mode. Mér fannst við samt ráða vel við þær þannig ég er mjög sátt að koma hérna og vinna,“ sagði Ásta. Blikar byrjuðu vel en svo var eins og þær gáfu eftir. Voru þær þreyttar eftir þrjá leiki á sjö dögum? „Auðvitað spilaði það inni. Við vorum í öðru ferðalagi hérna rétt hjá á föstudaginn og fórum í 120 mínútur í þeim leik. Afsökun og ekki afsökun en við erum alveg þreyttar og þetta er alveg mind game að koma hérna í dag og grinda út 1-0 sigur. Ég er ánægð að halda hreinu og Telma bjargaði okkur í seinni hálfleik þannig mikill léttir og mjög sátt að klára þetta,“ sagði Ásta. Þær hljóta að vera sáttar með sumarið, komnar í úrslit í bikar og það gengur vel í deildinni. „Jú ekki spurning, við viljum bara vera í þessu að vinna leiki. Við fengum skell um daginn á móti Víking en við svöruðum því mjög vel fannst mér. Það er búið að ganga vel síðan þá,“ sagði Ásta. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Tindastólsstelpurnar voru mjög góðar í dag“ Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn í leikslok. „Ég er mjög ánægður að fá þrjú stig. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur bæði líkamlega og andlega. Við byrjuðum vel og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar vorum við betri. Það hefði verið gott að ná í marki númer tvö og þrjú en 1-0 var alltaf fara að vera brekka,“ sagði Nik. „Kredit á Tindastól því þær spiluðu mjög vel og áttu mögulega að fá eitthvað úr þessum leik. Það er gott að fá þrjú stig að spila þriðja leikinn á sjö dögum. Leikmenn lögðu allt á sig og leikmenn voru að ströggla að komast í gegnum leikinn,“ sagði Nik. „Við ætluðum að byrja sterkt því vissum að þær kæmu ákveðnar til leiks og komast í stöður til að skora. Við skoruðum í byrjun. Andrea skoraði gott mark, svo fengum við nokkra sénsa og hefði verið gott ef við hefðum skorað þar. Þá hefðum við getað lokað leiknum þægilega, en 1-0 gaf Tindastól sjálfstraust að vinna sig inn í leikinn. Þær urðu betri og betri og þær fengu sénsa,“ sagði Nik. „Tindastólsstelpurnar voru mjög góðar í dag. Það var mjög gott fyrir okkur að ná að klára þetta í dag,“ sagði Nik. Besta deild kvenna Tindastóll Breiðablik
Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Andrea Rut Bjarnadóttir, sem hefur átt frábært sumar, var hetja Blikanna en hún skoraði sigurmarkið með góðu skoti strax á fjórðu mínútu leiksins. Stólarnir bitu frá sér í kvöld en gekk illa að opna bestu vörn deildarinnar sem hélt hreinu í áttunda sinn í sumar. Blikarnir hafa nú þremur stigum meira en Valsliðið sem spilar sinn leik í umferðinni annað kvöld. Það var kalt á Sauðárkróki í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Breiðablik í Bestu deild kvenna í fótbolta. Breiðablik fyrir leikinn í dag í topp sæti deildarinnar ásamt Val en Tindastóll í 6-7 sæti ásamt Þrótti. Breiðablik hóf leikinn á miklum krafti og sköpuðu sér hættuleg færi í upphafi leiks og leikurinn var ekki gamall þegar Andrea kom gestunum í Breiðablik í forystu, eftir mikið klafs fyrir framan teig Tindastóls datt boltinn á Andreu sem var ein á auðum sjó vinstra megin í teignum og kláraði fallega í fjær hornið óverjandi fyrir Monica Wilhelm í marki heimamanna Eftir þetta vöknuðu heimamenn heldur betur til lífsins og Tindastóls liðið hélt boltanum vel innan leiksins og var að skapa sér hættulega stöður en lítið um var um opin færi. Jordyn Rhodes fékk besta færið en þá vann Annika boltann fyrir heimamenn eftir góða pressu og sendi Jordyn í gegn og hún plataði varnarmanninn en mokaði boltanum yfir markið. Tindastóll fengu nokkur hálffæri þar sem eftir var á hálfleiknum en það voru gestirnir sem leiddu í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði Tindastóll voru mikið meira með boltann án þess að skap sér dauðafæri en þegar Breiðablik sótti skapaðist alltaf hætta en varnarmenn beggja liða eiga hrós skilið fyrir varnarleik í dag. Tindastól fékk dauðafæri þegar korter lifði leiks en sending Birgittu Finnbogadóttir fór í gegnum vörn Blika og Jordyn var ein á móti Telmu í markinu en skot hennar beint á markið og auðvelt fyrir Telmu að sjá við þessu. Tindastóll reyndi sem þær gátu að skora en ekki tókst það í dag því þegar þær komust fram hjá varnarmönnum Breiðabliks var Telma á réttum stað og greip inn í eða varði skot heimamanna. Breiðablik fór þar að leiðandi með sigur í dag 0-1 í leik sem hefði getað farið öðruvísi því Tindastóll voru meira með boltann og sköpuðu fleiri færi en nýttu ekki sína sénsa á meðan Blikar gripu sinn. Atvik leiksins Þegar boltinn barst af Vigdísi Lilju Kristjánsdóttir á Andreu Rut Bjarnadóttir sem kláraði í markið sem var atvikið sem skildi liðin af í dag. Stjörnur og Skúrkar Stjörnurnar í dag léku í varnarlínu Blika sem var hálfpartinn í Survival mode og komst fyrir allt sem Tindastóll reyndi að gera. Þær lögðu allt að veði til að halda hreinu. Hjá Tindastól var Gabrielle Johnson og Annika Haanpaa öflugar á miðjunni og stjórnuðu spilinu og komu boltanum á framherja Tindastóls einnig voru það þær sem voru að stoppa allt sem Breiðablik reyndi að skapa. Jordyn Rhodes fær skúrkinn í dag, hún fékk tækifæri til að sækja stigið fyrir Tindastól en brenndi af í dauðafæri. Katrín Ásbjörnsdóttir og Vigdís Lilja hjá Blikum voru hálfpartinn farþegar í liði Blika í dag og náðu ekkert að komast af krafti inn í leikinn. Dómarar Lítið um hann að skrifa, sleppti atviki í fyrir hálfleik þegar Vigdís sparkaði á eftir varnarmanni Tindastóls en annars var þetta í lagi hjá honum. Hann fær 5 af 10 mögulegum. Stemning og umgjörð Það var kalt í dag en það var þétt setið í stúkunni á króknum. Allt upp á 10 hjá sjálfboðaliðum og öllum í dag, allt frábært. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit“ Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls var svekktur í leikslok. „Þetta var bara ógeðslega svekkjandi. Við vorum betra liðið í dag og stjórnuðum báðum hálfleikjum mjög vel, með og án bolta. Pressan okkar var góð í dag, langstærstan hluta leiksins og mér fannst þetta bara ósanngjörn úrslit og mjög svekktur með það. Einn besti leikur Tindastólsliðsins í langan tíma,“ sagði Halldór. „Við byrjuðum ekkert á hælunum. Þær bara skora gott mark og það gerist bara. Mér fannst við byrja þennan leik heilt yfir vel bara, eins og þú sagðir réttilega. Við tókum svo yfir þennan leik hægt og bítandi eins og við ætluðum að gera og stjórnuðum honum og sköpuðum góð færi,“ sagði Halldór. „Við fengum einn á móti markmanni í lokin, sem var færið sem við vorum að bíða eftir. Eðlilega fáum við ekki mörg færi því Breiðablik fær ekki mörg færi á sig. Við fengum þó færi til að skora og jafna og hefðum að mínu mati geta unnið leikinn ef við hefðum skorað. Heilt yfir ótrúlega stoltur af stelpunum, frábær leikur en hundfúll með úrslitin og þetta er eitthvað sem við tökum með okkur áfram í næsta leik sem er aftur heimaleikur á móti Stjörnunni,“ sagði Halldór. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Breiðabliksliðsins.Vísir/Vilhelm „Mikill léttir að klára þetta“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðsbliks, var fegin að hafa landað sigri á Króknum í kvöld. „Mikill léttir að klára þetta því þetta var erfiður leikur. Við vorum svolítið þungar á okkur og sloppy en svo í seinni hálfleik í semi survival mode. Mér fannst við samt ráða vel við þær þannig ég er mjög sátt að koma hérna og vinna,“ sagði Ásta. Blikar byrjuðu vel en svo var eins og þær gáfu eftir. Voru þær þreyttar eftir þrjá leiki á sjö dögum? „Auðvitað spilaði það inni. Við vorum í öðru ferðalagi hérna rétt hjá á föstudaginn og fórum í 120 mínútur í þeim leik. Afsökun og ekki afsökun en við erum alveg þreyttar og þetta er alveg mind game að koma hérna í dag og grinda út 1-0 sigur. Ég er ánægð að halda hreinu og Telma bjargaði okkur í seinni hálfleik þannig mikill léttir og mjög sátt að klára þetta,“ sagði Ásta. Þær hljóta að vera sáttar með sumarið, komnar í úrslit í bikar og það gengur vel í deildinni. „Jú ekki spurning, við viljum bara vera í þessu að vinna leiki. Við fengum skell um daginn á móti Víking en við svöruðum því mjög vel fannst mér. Það er búið að ganga vel síðan þá,“ sagði Ásta. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Tindastólsstelpurnar voru mjög góðar í dag“ Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með sigurinn í leikslok. „Ég er mjög ánægður að fá þrjú stig. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur bæði líkamlega og andlega. Við byrjuðum vel og fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar vorum við betri. Það hefði verið gott að ná í marki númer tvö og þrjú en 1-0 var alltaf fara að vera brekka,“ sagði Nik. „Kredit á Tindastól því þær spiluðu mjög vel og áttu mögulega að fá eitthvað úr þessum leik. Það er gott að fá þrjú stig að spila þriðja leikinn á sjö dögum. Leikmenn lögðu allt á sig og leikmenn voru að ströggla að komast í gegnum leikinn,“ sagði Nik. „Við ætluðum að byrja sterkt því vissum að þær kæmu ákveðnar til leiks og komast í stöður til að skora. Við skoruðum í byrjun. Andrea skoraði gott mark, svo fengum við nokkra sénsa og hefði verið gott ef við hefðum skorað þar. Þá hefðum við getað lokað leiknum þægilega, en 1-0 gaf Tindastól sjálfstraust að vinna sig inn í leikinn. Þær urðu betri og betri og þær fengu sénsa,“ sagði Nik. „Tindastólsstelpurnar voru mjög góðar í dag. Það var mjög gott fyrir okkur að ná að klára þetta í dag,“ sagði Nik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti