„Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júlí 2024 12:30 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum þróun að enn skertara aðgengi. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur ekki að boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum muni draga úr álagi heldur þvert á móti. Hún hefur þungar áhyggjur af þróuninni og óttast að fólk veigri sér við að leita tímanlega til læknis. Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu. Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Í gær var greint frá því að með breyttu verklagi á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins yrði reynt að sinna erindum á dagvinnutíma í stað þess að fólk mætti á svokallaða síðdegisvakt eftir klukkan 16. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar sagði i kvöldfréttum Stöðvar 2 að reynt yrði að hafa gott aðgengi fyrir bráð erindi á daginn en annað gæti þurft að bíða. Steinunn Þórðardóttir, formaður læknafélags Íslands segir að eins og breytingarnar horfi við sér sé um að ræða þjónustuskerðingu. „Við höfum þungar áhyggjur af þessari þróun og við teljum þetta fyrst og fremst vera birtingarmynd manneklu. Að þarna sé verið að draga úr þjónustu á síðdegisvakt og færa þau mál yfir á dagvinnutíma. Það er ekki í þá átt sem við viljum vera að fara heldur þvert á móti.“ Hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis Steinunn telur að breytingarnar muni hafi ruðningsáhrif og auka álag á læknavaktina og mögulega bráðamótttökuna. Þá er hún hrædd um að fólk veigri sér við að leita til læknis vegna erinda sem ekki eru talin bráð. Sigríður Dóra sagði í gær að reynt yrði að haga því þannig að fólk með sjúkdóma sem þörfnuðust hefðbundins eftirlits, svo sem sykursýki, háþrýsting, stoðkerfisvanda og þunglyndi, biði fram á haust. „Ég á erfitt með að sjá hvernig það á að ganga upp praktískt, þegar fólk mun væntanlega eiga erfitt með að fá tíma í hefðbundið eftirlit og heilsugæslan þá ekki að sinna sínu hlutverki hvað það varðar og hvað varðar forvarnir,“ segir Steinunn. Hefðbundið eftirlit er ekki viðhaft að ástæðulausu. Maður er hræddur um að mál sem ekki eru bráð muni breytast í bráð mál vegna þess að fólk kemst ekki að. Steinunn segir læknafélagið margoft hafa bent á úrræði til að bæta úr manneklunni sem gætu snúið þessari þróun við. „Það vantar tvöfalt fleiri heimilislækna en eru starfandi á landinu núna. Margir heimilislæknar eru í hlutastarfi og treysta sér ekki í fullt starf, meðal annars vegna álags. Við erum með heimilislækna sem vinna annarsstaðar í kerfinu og sem starfa erlendis. Við sem samfélag þurfum að sammælast um að gera stórátak þarna, og við læknar erum algjörlega til í þá vinnu.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira