Erlent

Á­kvörðun um refsingu Trump frestað

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Donald Trump er fyrsti fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til þess að hljóta sakadóm.
Donald Trump er fyrsti fyrrverandi forsetinn í sögu Bandaríkjanna til þess að hljóta sakadóm. Getty/Eva Marie Uzcategui

Dómari í New York ríki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Trump var sakfelldur í málinu í maí á þessu ári fyrir skjalafals vegna mútugreiðslna til klámmyndaleikkonu.

Frá þessu var greint vestanhafs fyrir stundu. Upphaflega átti ákvörðun um refsingu að vera kveðin upp 11. júlí næstkomandi. 

Ákvörðun dómarans var tekin eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. 

Saksóknari í máli Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sagði í dag að eðlilegt væri að fresta ákvörðun refsingar í mútugreiðslumálinu sem hann hlaut dóm fyrir í maí. 

Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna:

Lögfræðingateymi Trump fór sömuleiðis fram á það að ákvörðuninni verði frestað. Auk höfðu lögfræðingar hans krafist þess að niðurstöðu í mútugreiðslumálinu verði snúið við í ljósi niðurstöðu Hæstaréttar. 

Í maí á þessu ári var Trump sakfelldur fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormi Danels fyrir forsetakosningarnar árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×