Fótbolti

Skór á vellinum þegar Hollendingar skoruðu: Sjáðu mörkin á EM í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donyell Malen skorar hér seinna markið sitt og það má sjá þarna skó á vellinum.
Donyell Malen skorar hér seinna markið sitt og það má sjá þarna skó á vellinum. Getty/Carl Recine

Hollendingar og Tyrkir urðu í kvöld tvær síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi.

Holland vann 3-0 sigur á Rúmeníu en Tyrkland vann 2-1 sigur á Austurríki. Holland og Austurríki mætast í átta liða úrslitum keppninnar um næstu helgi.

Liverpool framherjinn Cody Gakpo skoraði fyrsta mark Hollendinga og lagði upp annað markið fyrir varamanninn Donyell Malen. Malen bætti síðan við sínu öðru marki undir loksins.

Malen labbaði þá í gegnum vörn Rúmena sem höfðu sent marga menn fram undir lok leiksins. Það mátti hins vegar sjá skó á vellinum þegar Malen skoraði.

Skömmu áður hafði maður hlaupið inn á völlinn. Hann var fjarlægður en skórnir gleymdust. Furðuleg sjón á EM.

Merih Demiral tvöfaldaði markafjölda sinn með tyrkneska landsliðinu með því að skora bæði mörkin í 2-1 sigri á Austurríki. Varamaðurinn Michael Gregoritsch minnkaði muninn og undir lokin bjargaði tyrkneski markvörðurinn Mert Gunok stórkostlega frá Christoph Baumgartner.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum kvöldsins sem og markvörslu Mert Gunok undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×