Körfubolti

„Við gáfum Bronny ekkert, hann vann fyrir þessu“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
JJ Redick og Bronny James voru viðstaddir blaðamannafundinn ásamt Rob Pelinka og Dalton Knecht sem var sautjánda valið.
JJ Redick og Bronny James voru viðstaddir blaðamannafundinn ásamt Rob Pelinka og Dalton Knecht sem var sautjánda valið. Ronald Martinez/Getty Images

Los Angeles Lakers kynntu nýliða liðsins á blaðamannafundi í gær. JJ Redick, nýráðinn þjálfari liðsins, tók skýrt fram að Lebron „Bronny“ James Jr. hafi ekki fengið neitt upp í hendurnar.

Bronny ávarpaði fundinn fyrst og þakkaði fyrir tækifærið sem honum hefði verið gefið af JJ Redick og Rob Pelinka, framkvæmdastjóra Lakers.

JJ Redick greip þá orðið og leiðrétti það, honum hefði ekki verið gefið tækifæri heldur unnið fyrir því með dugnaði og erfiðisvinnu.

„Ég vil leiðrétta eitt sem þú sagðir, við Rob gáfum Bronny ekkert, hann vann fyrir þessu með dugnaði. Fyrir okkur er mikilvægt að horfa til þess hversu efnilegir leikmenn eru og þar hann í fyrsta flokki. Grunnlínan sem er til staðar í leikskilningi, hreysti, vörn og sókn, skottækni og sendingum mun hjálpa honum að ná langt sem NBA leikmaður.“

Bronny skráði sig í nýliðavalið eftir að hafa misst af nærri fimm mánuðum af síðasta tímabili eftir hjartaaðgerð sumarið 2023. Hann spilaði 19,3 mínútur með USC og skoraði 4,8 stig, gaf 2,1 stoðsendingu, greip 2,8 fráköst að meðaltali í leik.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×