Sport

Norð­menn með sinn stærsta Ólympíu­hóp í meira en hálfa öld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Karsten Warholm er líklegur til afreka en hann vann gullverðlaun á síðustu Ólympíuleikum.
Karsten Warholm er líklegur til afreka en hann vann gullverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. AP/David J. Phillip

Á sama tíma og Íslendingar senda fáa keppendur til keppni á Ólympíuleikunum í París þá eru Norðmenn með risastóran Ólympíuhóp í ár.

Í dag var það opinberað að Norðmenn senda 109 keppendur til leiks á leikunum auk þess sem þrettán til viðbótar keppa á Ólympíumóti fatlaðra.

Þetta er talsverð aukning frá því á leikunum í Tókýó 2021 þegar 94 Norðmenn tóku þátt.

Þetta er líka stærsti Ólympíuhópur í 52 ár eða síðan á Ólympíuleikunum í München árið 1972.

Bæði karla og kvennalandslið Norðmanna í handbolta eru með á leikunum og þá munu Norðmenn senda 25 manns til keppni í frjálsum íþróttum.

Fimmtán kepptu fyrir Norðmenn í frjálsum íþróttum á síðustu leikum en þeir hafa aldrei verið með fleiri en nú. Mest voru þeir áður 21 á leikunum í Stokkhólmi árið 1912.

Norðmenn eiga líka marga öfluga keppendur í frjálsum sem eru líklegir til að keppa um verðlaun eins og þeir Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×