LeBron James samdi við Lakers og spilar við hlið sonarins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 13:30 LeBron James eftir að hann bætti stigamet NBA deildarinnar sem var áður í eigu Kareem Abdul-Jabbar. AP/Ashley Landis LeBron James hefur gengið frá nýjum tveggja ára samningi við Los Angeles Lakers í NBA deildinni í körfubolta en Adrian Wojnarowski sagði fyrstur frá þessu í dag. Stigahæsti leikmaður sögunnar spilar því áfram með Lakers. James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024 NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
James fær 104 milljónir dollara fyrir þessi tvö tímabil sem gera 14,4 milljarða í íslenskum krónum. Það er samt undir James komið hvort hann spilar seinna tímabilið (2025-26) og það er heldur ekki hægt að skipta honum í annað lið. James heldur upp á fertugsafmælið sitt 30. desember næstkomandi en hann er í hópi allra bestu NBA leikmanna allra tíma og er í toppsætinu hjá mörgum. Enginn hefur heldur náð að skila svona frammistöðu í deildinni á hans aldri. James er sá eini til að skora meira en fjörutíu þúsund stig en hann er áttundi í stoðsendingum frá upphafi, fjórði í stolnum boltum og sjötti í þriggja stiga körfum. Á síðasta tímabilið var James valinn í tuttugasta sinn í stjörnuleikinn sem er met. Hann var einnig valinn í þriðja úrvalslið tímabilsins eftir að hafa skilað 25,7 stigum, 7,3 fráköstum og 8,3 stoðsendingum að meðaltali í leik og hitti úr 54 prósent skota sinna. Þetta þýðir að James mun spila við hlið sonar síns Bronny James sem Lakers valdi í nýliðavalinu á dögunum. Það er tuttugu ára aldursmunur á feðgunum. James hefur lengi talað um að spila með syni sínum og nú verður það að veruleika. Free agent LeBron James has agreed to a two-year, $104 million maximum deal to return to the Los Angeles Lakers, sources tell ESPN. Deal includes player option and no trade clause. pic.twitter.com/gAEOmvfAzZ— Adrian Wojnarowski (@wojespn) July 3, 2024
NBA Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Luke Littler grét eftir leik Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum