Innlent

Bóndi þvingaður til að af­henda hrút

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hrúturinn hafði átt samgang við riðuveika kind.
Hrúturinn hafði átt samgang við riðuveika kind. Vísir/Vilhelm

Matvælaráðuneytið úrskurðaði nýlega að bónda á Norðurlandi væri skylt að afhenda Matvælastofnun hrút til að kanna útbreiðslu á riðuveiki.

Fram kemur í tilkynningu á vef Matvælastofnunar að fyrir hafi legið að hrúturinn hefði haft samgang við riðuveika kind og að hann hefði því hugsanlega getið verið smitberi.

Eftir að riðutilfelli greindist í Miðfjarðarhólfi vorið 2023 fór fram smitrakning sem leiddi þetta í ljós, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Eina leiðin til að finna út úr því hefði verið krufning og athugun á heilavef hrútsins. Þess vegna hafi Matvælastofnun krafist afhendingar hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×