Ferðatryggingar og val á kreditkorti Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 3. júlí 2024 20:01 Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Ferðalög Tengdar fréttir Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00 Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00 Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Stundum er ég spurð að því hvort ferðatryggingar kreditkorta séu ekki óþarfi þar sem margir eru með heimilistryggingar sem fela einnig í sér tryggingavernd á ferðalögum. Í einhverjum tilvikum kann það að vera rétt en staðreyndin er sú að ferðavernd fylgir ekki sjálfkrafa með heimilistryggingunni heldur er hún valfrjáls og fyrir hana þarf að greiða aukalega. Því gætu einhverjir talið sig vera með ferðaverndina í sinni heimilistryggingu án þess að sú sé raunin. Loks eru enn aðrir sem kjósa einfaldlega að kaupa ekki slíka vernd. Ferðatryggingar kreditkorta hafa notið vinsælda um árabil og eru góður valkostur fyrir þá sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig á ferðalögum. Þær veita mismikla tryggingavernd, allt eftir því hvaða kreditkort er valið. Hverjar eru þarfir þínar? Rétt er að hafa í huga að við höfum ekki öll sömu þarfir þegar kemur að ferðatryggingum. Dýrasta kortið, með víðtækustu ferðatryggingunum, er til dæmis ekki endilega besti valkosturinn fyrir alla. Veldu alltaf það kreditkort sem hentar þér best. Ef þú ferðast til dæmis oft og jafnvel út fyrir Evrópu má mæla með korti með víðtækri tryggingavernd, sér í lagi góðri sjúkra- og slysatryggingu. Að nýta heilbrigðisþjónustu erlendis getur verið mjög dýrt, einkum ef fólk þarf að leggjast inn á spítala í lengri tíma. Samspil kortatrygginga og ferðaverndar heimilistrygginga Kortatryggingar og ferðavernd heimilistrygginga eru um margt sambærilegar. Þau, sem vilja vera sérstaklega vel tryggð, eru oft bæði með ferðatengda kortatryggingu og ferðatengda heimilistryggingu. Ef hámarksbótafjárhæð er náð á annarri tryggingunni tekur hin við. Á þetta getur reynt þegar kostnaður vegna slyss eða veikinda er verulegur. Oft kemur á óvart hversu hár kostnaður getur hlotist af jafnvel smávægilegustu óhöppum eða atvikum. Auk sjúkra- og slysatryggingaverndar fylgir ýmis önnur tryggingavernd með kreditkortum, ólík eftir tegundum korts, s.s. bílaleigutryggingar með dýrari kortum. Ferðatrygging innan Evrópu Sumir láta Evrópska sjúkratryggingakortið duga þegar ferðast er innan Evrópu. Það er vissulega mikilvægt að hafa það kort meðferðis og í einhverjum tilvikum dugar það til, en þó ekki alltaf. Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu hjá opinberum aðilum og nægir þá oftast að framvísa sjúkratryggingakortinu. Kjósi þeir, eða þurfa af einhverjum ástæðum, að leggjast inn á einkarekið sjúkrahús kann það að vera kostnaðarsamt og ekki víst að sjúkratryggingar endurgreiði allan kostnaðinn. Þá kemur sér vel að vera með ferðatryggingar. Þegar um er að ræða langa sjúkrahúsvist og eða jafnvel sjúkraflug heim til Íslands er sömuleiðis gott að vera með góða ferðatryggingu. Því má segja að góð ferðatrygging auki fjárhagslegt öryggi ferðalanga. Ef þú ferðast sjaldan og aðeins innan Evrópu eru kort með minni tryggingavernd og ódýrara árgjaldi kostur sem vert er að skoða. Finna má ýmis kort með ágætis tryggingavernd og lágu árgjaldi sem ná yfir helstu áhættuþætti. Slík kort kunna jafnframt að henta vel með ferðavernd heimilistrygginga. Neyðarþjónusta fyrir korthafa - öryggisatriði á ferðalögum Kreditkort með ferðatryggingu veita einnig aðgang að neyðarþjónustu SOS. Hjá SOS starfa sérfræðingar sem eru á vakt allan sólarhringinn. Þeir veita ráð um hvernig best er að snúa sér lendi fólk í slysi eða ef upp koma alvarleg veikindi á ferðalagi. Forfallatryggingar og þjófnaður á ferðalagi Að lokum er rétt að nefna að stundum koma upp skyndileg veikindi eða slys sem verða til þess að ekki er hægt að fara í bókaðar ferðir. Þá er hægt að sækja í forfallatrygginguna sem fylgir með flestum kreditkortum. Það er óskemmtileg reynsla að verða fyrir því að farangri eða nýkeyptum varningi sé stolið. Ef það gerist kemur tryggingaverndin í góðar þarfir. Ekki er á allra vitorði að forfallavernd kortatrygginga nær einnig yfir flug og gistingu á ferðum um Ísland. Þá þarf að vísu að greiða helming þess kostnaðar fyrir fram með kortinu. Hér er aðeins tæpt á helstu kostum kortatrygginga og samspili þeirra við ferðavernd heimilistrygginga. Aðalatriðið er að fólk átti sig á hvort, og þá hvernig, það er tryggt áður en haldið er af stað í ferðalag. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka.
Hvort er betra, kreditkort eða debetkort? Við veltum oft fyrir okkur hvort sé betra að nota kreditkort eða debetkort, og erum oft sannfærð um að önnur tegundin sé betri en hin. 20. júní 2024 17:00
Ókeypis lán í hverjum mánuði Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. 19. júní 2024 10:00
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun