„Það var erfitt að fela vonbrigðin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 08:06 Anton Sveinn McKee missti af góðu tækifæri til að vinna verðlaun á Evrópumóti en lætur það ekki trufla sig í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í París. Getty/Michael Reaves Íslenski sundkappinn Anton Sveinn McKee missti af verðlaunapalli á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug á dögunum eftir að hafa synt á besta tímanum inn í úrslit. Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira
Síðan eru liðnar tvær vikur og Anton hefur verið á fullu við æfingar í Tyrklandi þar sem hann er að leggja lokahöndina á undirbúning sinn fyrir Ólympíuleikana í París. Hakan upp og bringan út Anton hefur nú fengið góðan tíma til að melta og fara yfir úrslitasundið þar sem hann endaði í fjórða sæti. Hann gerði upp sundið í pistli á samfélagsmiðlum sínum. Fjórða sætið á EM er frábær árangur fyrir íslenskan sundmann en um leið viss vonbrigði af því að hann hafi synt best allra í undanúrslitunum. „Hakan upp og bringan út,“ byrjar Anton pistil sinn og heldur áfram: „Það var erfitt að fela vonbrigðin eftir úrslitasundið í 200 bringu. Eftir að hafa náð yfirveguðum og vel útfærðum sundum í undanrásum og undanúrslitum þá brást mér bogalistin þegar það kom að úrslitasundinu,“ skrifaði Anton. Ætlaði sér stóra hluti í úrslitunum „Þrátt fyrir að hafa ekki mætt full hvíldur til leiks þá ætlaði ég mér stóra hluti í úrslitunum. Hvort það var of miklar væntingar og pressa sem ég setti á sjálfan mig eða bara ekki minn dagur, þá veit ég að ég átti miklu meira inni,“ skrifaði Anton. „Eftir að rykið settist þá fórum við teymið yfir sundið og það var augljóst að ég var ekki í “flæði”. Þetta var of þvingað sund sem leiddi til tæknimistaka þegar ég byrjaði að ýta á bensíngjöfina,“ skrifaði Anton. Anton Sveinn segist nú verða reynslunni ríkari um það sem hann hefði mátt gera betur á Evrópumeistaramótinu. Hann var að klára síðasta þunga æfingahringinn í æfingabúðum í Tyrklandi. Seinustu vikur og dagar smá rússíbani „Mér líður miklu betur í vatninu og er byrjaður að útfæra í æfingum eins og ég vill vera í París. Þrátt fyrir það hafa seinustu vikur og dagar verið smá rússíbani en það er partur af vegferðinni, ekki hægt að ætlast til neins annars. Það er í lagi að taka eitt skref afturbak ef maður svarar með tveimur áfram,“ skrifaði Anton. Anton segist vera þeim þakklátur sem standi með sér og lofar því að halda ótrauður áfram. Það má sjá færslu Antons hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee)
Sund Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra körfubolti, Lengjubikarinn og margt fleira Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Sjá meira