Semja við Bellingham Formúlu 1 heimsins Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 11:31 Oliver Bearman verður ökuþór í Formúlu 1 frá og með næsta tímabili. Hann er sagður Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins. Vísir/Getty Breski ökuþórinn Oliver Bearman hefur skrifað undir nokkurra ára samning við Formúlu 1 lið Haas og mun hann vera einn af aðalökumönnum liðsins frá og með næsta tímabili. Bearman þykir eitt mesta efni mótorsportheimsins um þessar mundir. Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“ Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn er aðeins nítján ára gamall og kemur úr ökumanns akademíu Ferrari. Hann vakti gríðarlega athygli fyrr á yfirstandandi tímabili er hann þurfti að leysa Spánverjann Carlos Sainz af hólmi í Sádi-Arabíu kappakstrinum með mjög skömmum fyrirvara. Á hinni krefjandi braut sem boðið er upp á í Sádi-Arabíu í Formúlu 1 mótaröðinni endaði Bearman í sjöunda sæti sem skilaði sér í sex stigum, bæði fyrir hann og Ferrari. Bearman þekkir umhverfið hjá Haas vel en liðið er vel tengt Ferrari og hefur Bretinn fengið að spreyta sig á æfingum Haas á yfirstandandi tímabili samhlíða því að keppa í Formúlu 2 mótaröðinni. Ljóst þykir að Bearman gæti látið til sín taka í Formúlu 1 í framtíðinni og ætti það ekki að koma á óvart ef hann endar á einhverjum tímapunkti aftur hjá Ferrari sem einn af aðalökumönnum liðsins. „Hann er Jude Bellingham Formúlu 1 heimsins,“ segir Craig Slater, einn af Formúlu 1 sérfræðingum Sky Sports en Bellingham er, þrátt fyrir að vera ungur að árum, skærasta stjarna enskrar knattspyrnu og leikmaður Real Madrid. „Hann (Bearman) varð nítján ára í maí síðastliðnum og er yngsti Bretinn til þess að keppa í Formúlu 1 því að hann var aðeins átján ára gamall er hann keppti í fyrsta sinn í mótaröðinni fyrir Ferrari í Sádi-Arabíu fyrr á árinu.“ Framtíðin sé mjög björt fyrir Bretann unga. „Maður býst við því að metnaður hans snúi að því að hann vilji snúa ftur til Ferrari á einhverjum tímapunkti, keppast um sigur og heimsmeistaratitla.“
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira