„Fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2024 08:02 Viktor Gísli stefnir alla leið í handboltanum og ætlar sér að spila til úrslita um Meistaradeildartitilinn, einn daginn. vísir/bjarni Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira