Erlent

Verka­manna­flokkurinn með stór­sigur sam­kvæmt útgönguspám

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Keir Starmer formaður verkamannaflokksins og Victoria Starmer eiginkona hans á kjörstað í dag.
Keir Starmer formaður verkamannaflokksins og Victoria Starmer eiginkona hans á kjörstað í dag. EPA

Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 

Útgönguspár voru birtar á vef breska ríkisútvarpsins fyrir skemmstu. Þar kemur fram að á eftir Íhaldsflokknum sé Frjálslyndum demókrötum spáð 61 sæti, hægri flokknum Reform sé spáð þrettán sætum.

Skoska þjóðarflokknum er spáð tíu sætum, velska flokknum Plaid Cymru er spáð fjórum sætum og Green Party er spáð tveimur. 

Eins og áður segir er Verkamannaflokknum spáð 410 þingsætum, eða 209 fleiri sætum en hann hafði á nuliðnu kjörtímabili. Öllum hinum flokkunum til samans er spáð 240 sætum. Gangi spáin eftir missir Íhaldsflokkurinn 241 sæti. 

Árið 1997 fékk Verkamannaflokkurinn, undir forystu Tony Blair, 419 sæti og 179 sæta meirihluta. Íhaldsflokkurinn, undir forystu John Major forsætisráðherra, fékk 165 þingsæti og tapaði þannig tapaði 178 þingsætum. 

Sigurinn árið 1997 er því enn stærsti sigur Verkamannaflokksins hingað til miðað við spár kvöldsins. Þegar flokkurinn vann kosningarnar 1997 hafði hann ekki unnið kosningar í 23 ár.

Útgönguspár fara fram í öllum hlutum Bretlands, nema í Norður-Írlandi. 

Rætist þessi spá verður Keir Starmer formaður Verkammaflokksins næsti forsætisráðherra Bretlands. 

Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur ræddi möguleg úrslit í Kvöldfréttum fyrr í kvöld. Viðtalið má sjá hér að neðan.

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×