Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júlí 2024 22:44 Til stendur að vísa Yazan og fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. Vilhelm/Arnar Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann. Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála úrskurðaði í síðast mánuði að hinum ellefu ára gamla Yazan Tamini og fjölskyldu hans verði vísað úr landi. Yazan glímir við hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og kom hingað fyrir tæpu ári síðan ásamt fjölskyldu sinni, sem er frá Hebron á Vesturbakkanum í Palestínu. Fjölskyldan flúði Palestínu vegna versnandi ástands í landinu og aðkasts yfirvalda og vegna skorts á þjónustu fyrir Yazan. Efnt hefur verið til tveggja mótmæla vegna brottvísunarinnar, sem verður að óbreyttu framkvæmd eftir verslunarmannahelgi. Þá efndu stuðningsmenn Yazans til gjörnings síðasta föstudag með því að koma fyrir hjólastól við Lækjartorg og skiptast á að sitja í honum. Úr stólnum liðuðust rætur, sem táknuðu ræturnar sem Yazan og fjölskylda hafa skotið hér á landi. Nú hefur að auki verið settur af stað undirskriftalisti. Ört fjölgar í hópi þeirra sem hafa skrifað undir, en á meðan fréttin var skrifuð fjölgaði um rúmlega hundrað í honum. „Flestum er okkur misboðið. Flest okkar eru komin með nóg af afmennskun og óskiljanlegum aðförum stjórnvalda að einstaklingum í viðkvæmri stöðu,“ segir meðal annars í lýsingu á listanum. Þá eru orð dómsmálaráðherra um að málið hafi verið tekið fyrir hjá Útlendingastofnun og kærunefnd og að niðurstaða sé komin í málið gagnrýnd. „Nei Guðrún, það er ekki komin niðurstaða. Við viljum hjálpa þessum yndis dreng og hans fjölskyldu,“ segir jafnframt við listann.
Flóttafólk á Íslandi Palestína Innflytjendamál Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11
Yazan vísað úr landi eftir Verslunarmannahelgi Brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hefur verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina. Lögmaður fjölskyldunnar mun seinna í dag senda inn beiðni til kærunefndar útlendingamála um að taka málið aftur upp. 2. júlí 2024 13:01
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent