Sunak segir af sér og hættir sem leiðtogi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. júlí 2024 10:42 Sunak bað þjóðina afsökunar á frammistöðu sinni sem ráðherra en flokkur hans beið afhroð í kosningunum. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær. Áður en Sunak hélt á fund konungs hélt hann stutta ræðu fyrir utan heimili sitt í Downingstræti 10 þar sem hann ávarpaði þjóðina. Í ræðunni baðst hann afsökunar en sagðist hafa lagt allt í sölurnar fyrir Íhaldsflokkinn og Breta. Þjóðin hafi hinsvegar sent skýr skilaboð um að breytinga sé þörf. „Ég hef fundið fyrir reiði ykkar,“ sagði Sunak meðal annars áður en hann hitti konung í Buckingham-höll. Talsmenn konungs hafa síðan sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að konungur hafi fallist á afsögn ráðherrans. Sunak tilkynnti einnig um þá ávkörðun sína að hann ætli að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins en það mun þó ekki gerast fyrr en eftirmaður hans hefur verið fundinn. Nú tekur við nýtt tímabil fyrir Íhaldsflokkinn eftir fjórtán ár á valdastóli þar sem Bretar hafa gengið í gegnum miklar breytingar, ekki síst Brexit. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins er síðan væntanlegur á fund konungs á eftir þar sem honum verður boðið að mynda næstu ríkisstjórn, eins og lög gera ráð fyrir. Búist er við því að hann ávarpi bresku þjóðina af tröppum Downingstrætis 10, um klukkan hálftólf. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Áður en Sunak hélt á fund konungs hélt hann stutta ræðu fyrir utan heimili sitt í Downingstræti 10 þar sem hann ávarpaði þjóðina. Í ræðunni baðst hann afsökunar en sagðist hafa lagt allt í sölurnar fyrir Íhaldsflokkinn og Breta. Þjóðin hafi hinsvegar sent skýr skilaboð um að breytinga sé þörf. „Ég hef fundið fyrir reiði ykkar,“ sagði Sunak meðal annars áður en hann hitti konung í Buckingham-höll. Talsmenn konungs hafa síðan sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að konungur hafi fallist á afsögn ráðherrans. Sunak tilkynnti einnig um þá ávkörðun sína að hann ætli að hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins en það mun þó ekki gerast fyrr en eftirmaður hans hefur verið fundinn. Nú tekur við nýtt tímabil fyrir Íhaldsflokkinn eftir fjórtán ár á valdastóli þar sem Bretar hafa gengið í gegnum miklar breytingar, ekki síst Brexit. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins er síðan væntanlegur á fund konungs á eftir þar sem honum verður boðið að mynda næstu ríkisstjórn, eins og lög gera ráð fyrir. Búist er við því að hann ávarpi bresku þjóðina af tröppum Downingstrætis 10, um klukkan hálftólf.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Verkamannaflokkurinn með stórsigur samkvæmt útgönguspám Verkamannaflokknum er spáð stórsigri í bresku þingkosningunum sem fóru fram í dag samkvæmt útgönguspá. Flokknum er spáð 410 þingsætum. Þá er íhaldsflokkurinn með næstmest fylgi, eða 131 sæti. 4. júlí 2024 21:17