Innlent

Taka fyrir nauðgun á táningsstúlku vegna vinnu­bragða Lands­réttar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hæstiréttur mun taka málið fyrir.
Hæstiréttur mun taka málið fyrir. Vísir/Vilhelm

Hæstiréttur mun taka fyrir mál Inga Vals Davíðssonar, Ólafsfirðings á fertugsaldri, sem hlaut þriggja ára fangelsisdóm í Landsrétti í apríl síðastliðnum fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar síns.

Að mati Hæstaréttar má ætla að málsmeðferð máls Inga Vals hafi verið stórlega ábótavant í Landsrétti.

Hann var ákærður fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili sínu í október 2021. Hann var sakfelldur og hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra, sem Landsréttur þyngdi upp í þrjú ár.

Í dómum héraðsdóms og Landsréttar kemur fram að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir.

Ingi Valur óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstréttar, en hann krefst þess að dómur Landsréttar verði ómerktur eða honum hnekkt og hann sýknaður.

Í málskotsbeiðni hans segir Ingi Valur að málsmeðferð í Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant. Hann hafi gert kröfu um að tvö vitni, sem ekki gáfu skýrslu í héraði myndu gera það í Landsrétti, og fallist var á það. Hann telur vitnisburð þeirra hafa grundvallarþýðingu í málinu.

Hann setur út á að Landsréttur hafi ekki tekið afstöðu til framburðar þessara tveggja vitna.

Hæstiréttur tekur almennt ekki fyrir mat Landsréttar á sönnunargildi munnlegs framburðar. Hins vegar segir Hæstiréttur að svo virðist sem meðferð Landsréttar hafi verið ábótavant þar sem dómurinn lagði ekki

mat á sönnunargildi framburðar þessara tveggja vitna

Jafnframt hafi Landsréttur ekki lagt mat á það hvernig framburður vitnanna samrýmist framburði annarra vitna í málinu. Því ákvað Hæstiréttur að samþykkja áfrýjunarbeiðni Inga Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×