Öll vítin inn og England í undanúrslit Sindri Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 15:30 Bukayo Saka jafnaði metin fyrir England í 1-1 og skoraði svo einnig af öryggi í vítaspyrnukeppninni. Getty/Marius Becker Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. Jordan Pickford varði fyrstu vítaspyrnu Svisslendinga, frá miðverðinum Manuel Akanji, eftir að Cole Palmer hafði skorað úr fyrstu spyrnu Englands af miklu öryggi. Jude Bellingham skoraði einnig af öryggi úr öðru víti Englands, en það gerði Fabian Schär líka. Bukayo Saka kom Englandi í 3-1 í vítakeppninni, með öruggu víti, en Xherdan Shaqiri minnkaði muninn fyrir Sviss og tvær spyrnur eftir fyrir hvort lið. Ivan Toney og Zeki Amdouni skoruðu úr sínum spyrnum, og Trent Alexander-Arnold gat því tryggt Englandi sigurinn, sem hann gerði með stórkostlegu víti efst í vinstra hornið, við gríðarlegan fögnuð Englendinga. Mæta Hollandi eða Tyrklandi á miðvikudag Englendingar eru því komnir í undanúrslit og mæta þar Hollandi eða Tyrklandi á miðvikudaginn, en þau lið mætast í lokaleik. Leikurinn í Düsseldorf í dag var annars ansi tíðindalítill lengst af. Breel Embolo kom þó Svisslendingum yfir með marki af stuttu færi á 75. mínútu. Það virtist vekja Englendinga til lífsins og eftir þrefalda skiptingu Gareths Southgate blésu þeir til sóknar, og skömmu síðar hafði Bukayo Saka jafnað metin með laglegu skoti í stöng og inn. Leikurinn róaðist hins vegar strax aftur eftir þetta og staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, sem og eftir framlengingu, og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. EM 2024 í Þýskalandi
Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. Jordan Pickford varði fyrstu vítaspyrnu Svisslendinga, frá miðverðinum Manuel Akanji, eftir að Cole Palmer hafði skorað úr fyrstu spyrnu Englands af miklu öryggi. Jude Bellingham skoraði einnig af öryggi úr öðru víti Englands, en það gerði Fabian Schär líka. Bukayo Saka kom Englandi í 3-1 í vítakeppninni, með öruggu víti, en Xherdan Shaqiri minnkaði muninn fyrir Sviss og tvær spyrnur eftir fyrir hvort lið. Ivan Toney og Zeki Amdouni skoruðu úr sínum spyrnum, og Trent Alexander-Arnold gat því tryggt Englandi sigurinn, sem hann gerði með stórkostlegu víti efst í vinstra hornið, við gríðarlegan fögnuð Englendinga. Mæta Hollandi eða Tyrklandi á miðvikudag Englendingar eru því komnir í undanúrslit og mæta þar Hollandi eða Tyrklandi á miðvikudaginn, en þau lið mætast í lokaleik. Leikurinn í Düsseldorf í dag var annars ansi tíðindalítill lengst af. Breel Embolo kom þó Svisslendingum yfir með marki af stuttu færi á 75. mínútu. Það virtist vekja Englendinga til lífsins og eftir þrefalda skiptingu Gareths Southgate blésu þeir til sóknar, og skömmu síðar hafði Bukayo Saka jafnað metin með laglegu skoti í stöng og inn. Leikurinn róaðist hins vegar strax aftur eftir þetta og staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma, sem og eftir framlengingu, og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti