Henti barnungum „óþekkum“ sonum sínum í gólfið Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 16:00 Fjölskyldan átti heima í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átján mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness, en þar af verða fimmtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára, vegna fjölda brota gegn konu og börnum. Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Brotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru sögð hafa átt sér stað frá árinu 2018 til 2021, en að mati dómsins lá ekki alltaf nákvæmlega fyrir hvenær maðurinn framdi brotin þó að þau teldust sönnuð. Maðurinn kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands frá Írak árið 2018, en þau áttu heima í Reykjanesbæ. Brotin beindust að þáverandi eiginkonu mannsins og þremur sonum, sá elsti mun vera fimmtán ára í dag, en hinir tveir sex og sjö ára. Maðurinn var ákærður fyrir margvíslegt ofbeldi gegn eiginkonunni. Meðal annars var honum gefið að sök að slá eiginkonu sína með fiskispaða, ógna henni með hníf og skera hana í handarbakið, draga hana á hárinu og hóta að drepa hana. Einnig var hann ákærður fyrir að meina henni um læknisaðstoð þegar hún þurfti á henni að halda, neita henni um að fara úr húsi, og taka alla innkomu heimilisins til sjálfs sín. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Hann var einnig ákærður fyrir ýmis brot gagnvart sonum sínum. Á meðal þess sem honum var gefið að sök var að taka tvo yngri synina upp og henda í gólfið þegar honum fannst þeir vera óþekkir eða með of mikinn hávaða. Dómurinn taldi sannað að maðurinn hefði endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrum eiginkonu sinnar og þriggja sona. Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið alvarleg og ófyrirleitin ofbeldisbrot gagnvart hans nánustu. Í ofbeldinu, sem var framið á heimili fjölskyldunnar, hafi falist niðurlæging og kúgun þar sem þau áttu að njóta friðhelgis og vera örugg. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að maðurinn hefur ekki áður sætt refsingu, og að langt væri liðið síðan hann framdi brotin. Líkt og áður segir hlaut hann átján mánaða fangelsisdóm, en af þeim eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir.
Dómsmál Reykjanesbær Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin eykur hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira